Eiðfaxi TV Uppgjörið í kvöld á Eiðfaxa TV

  • 23. mars 2025
  • Sjónvarp Fréttir
Uppgjörsþáttur um gæðingalistina í Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum.

Eiðfaxi TV sýnir beint frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum ásamt því að gefa út annað efni tengt deildinni.

Í kvöld kl 18:00 kemur út fjórði þáttur af Uppgjörinu þar sem þeir Arnar Bjarki Sigurðsson og Anton Páll Níelsson fara yfir síðasta keppniskvöld deildarinnar en þá var keppt í gæðingalist.

Hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni á Eiðfaxa TV. Seinna í kvöld kl. 20:00 verður sýndur nýjasti þátturinn af Á MÓTSDEGI en Ásta Björk Friðjónsdóttir fylgdi eftir Jakobi Svavari Sigurðssyni þegar hann keppti á Hrefnu frá Fákshólum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar