Uppselt á stóðhestaveisluna – Bein útsending á vef Eiðfaxa

  • 12. apríl 2024
  • Fréttir

Þinur frá Enni og Viktoría Huld Hannesdóttir á Stóðhestaveislu árið 2023

Sextánda veislan og útgáfupartý Stóðhestabókarinnar

Í sextánda skipti er komið að einum vinsælasta innanhúsviðburði hestamennskunnar, Stóðhestaveislunni, sem er á sama tíma útgáfupartý Stóðhestabókar Eiðfaxa.

Eins og venjan er að þá styrkir Stóðhestaveislan við góðgerðarmálefni og í ár styrkjum við félagið Einstök börn!

Veislan fer fram í HorseDay höllinni á Ingólfsshvoli laugardagskvöldið 13. apríl kl 20:00 og þar munu tugir úrvalsgæðinga og afreksknapa leika listir sínar fyrir veislugesti og verður enginn svikinn af því sem fram fer. Húsið opnar klukkan 17:00 og verður nægt framboð af veitingum og öllu því sem hugurinn girnist, veislan sjálf hefst klukkan 20:00.

Uppselt er á stóðhestaveisluna og ljóst að færri komust að en vildu, ekki verða seldir miðar í hurð. Eiðfaxi ætlar þó að bregðast við þessari miklu eftirspurn með því að hafa beina útsendingu á vef okkar og mun aðgangur að útsendingunni kosta 2000 krónur.

Aðalstyrktaraðili Stóðhestaveislu í ár er Viking léttöl og verður því nóg af guðaveigum af því tagi á boðstólnum.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar