Uppskeruhátíð Hrossaræktarsamband Vesturlands

  • 8. desember 2019
  • Fréttir
Margt var um manninn og árangur félagsmanna virkilega góður á árinu

Hrossaræktarsamband Vesturlands hélt uppskeruhátíð sína síðustu helgina í nóvember. Hátíðin fór fram á Hótel Stykkishólmi og fór vel á með þeim fjölda manns sem á hátíðina mætti. Veitt voru verðlaun fyrir hæst dæmdu kynbótahross í hverjum aldursflokki.

Skipaskagi er hrossaræktarbú ársins á Vesturlandi, ræktendur þar eru þau Jón Árnason og Sigurvegi Stefánsdóttir. Hross frá þeim vöktu mikla athygli á árinu og eru þau vel að titlinum komin.

Eftirfarandi eru hæst dæmdu hross í hverjum flokki.

4.vetra hryssur

Talía frá Skrúð
Aðaleinkunn: 8,04
F: Hrannar frá Flugumýri II
M: Pera frá Skrúð
Ræktandi: Sigfús Kristinn Jónsson

4.vetra stóðhestar

Gljátoppur frá Miðhrauni
Aðaleinkunn: 8,11
F: Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum
M: Salka frá Stuðlum
Ræktandi: Ólafur Ólafsson

5.vetra hryssur

Dröfn frá Stykkishólmi
Aðaleinkunn: 8,53
F: Hágangur frá Narfastöðum
M: Tvíbrá frá Árbæ
Ræktandi: Valentínus Guðnason

5.vetra stóðhestar

Eldjárn frá Skipaskaga
Aðaleinkunn: 8,65
F: Jarl frá Árbæjarhjáleigu II
M: Glíma frá Kaldbak
Ræktandi: Jón Árnason

6.vetra hryssur

Nál frá Sauðafelli
Aðaleinkunn: 8,36
F: Glaumur frá Geirmundarstöðum
M: Hespa frá Sauðafelli
Ræktendur: Finnbogi Harðarson og Berglind Vésteinsdóttir

6.vetra stóðhestar

Nökkvi frá Hrísakoti
Aðaleinkunn: 8,48
F: Rammi frá Búlandi
M: Hugrún frá Strönd II
Ræktandi: Sif Matthíasdóttir

7.vetra hryssur

María frá Syðstu-Fossum
Aðaleinkunn: 8,28
F: Maríus frá Hvanneyri
M: Líf frá Syðstu-Fossum
Ræktandi: Unnsteinn Snorri Snorrason

7.vetra stóðhestar

Gleipnir frá Skipaskaga
Aðaleinkunn: 8,44
F: Skaginn frá Skipaskaga
M: Sylgja frá Skipaskaga
Ræktandi: Jón Árnason

 

Á myndinni eru þau Sigurveig og Jón ásamt yfirtamningamanni Skipaskaga, Leifi Gunnarssyni.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar