Upptökur hafnar á hlaðvarpsþættinum Á Kaffistofunni

  • 24. september 2020
  • Fréttir

Þau Þórarinn Ragnarsson og Helga Una Björnsdóttir voru fyrstu viðmælundir í stúdíóinu á Sunnuhvoli mynd: Árný Oddbjörg Oddsdóttir

Eins og Eiðfaxi sagði frá á heimasíðu sinni að þá mun nýtt hlaðvarp líta dagsins ljós nú á haustdögum. Hlaðvarpið ber nefnið Á Kaffistofunni og er samvinnuverkefni Eiðfaxa og þeirra Arnars Bjarka Sigurðarsonar og Hjörvars Ágústssonar.

Upptökur á þættinum eru nú hafnar og voru þau Þórarinn Ragnarsson og Helga Una Björnsdóttir fyrstu gestir þáttarins. Þessa mögnuðu knapa þarf vart að kynna fyrir hestamönnum en þau hafa bæði náð frábærum árangri þrátt fyrir ungan aldur.

Eitt af því sem þau eiga sameiginlegt er að vera alin upp út á landi en Þórarinn er frá Gunnarsstöðum í Þistilfirði og Helga Una frá Syðri-Reykjum í Miðfirði. Það verður því gaman að heyra þau lýsa upphafi sinnar hestamennsku auk þess að kryfja hin ýmsu málefni með þáttarstjórnandanum Hjörvari Ágústssyni.

Enginn hestamaður þarf að missa af því að hlusta á fyrsta þáttinn því hann mun birtast á vefsíðu Eiðfaxa og Spotify fyrr en síðar, svo fylgist með!

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<