Úrslit í Uppsveitadeildinni

  • 14. mars 2020
  • Fréttir

Reynir Örn Pálmason vann töltið í Uppsveitadeildinni árið 2020 á Óskari frá Breiðstöðum en þeir kepptu fyrir lið STORM RIDER. Þeir voru efstir eftir forkeppni með 7,47 í einkunn en í úrslitum gerðu þeir enn betur og hlutu í einkunn 7,61. Í öðru sæti fyrir lið ÁRBÆJARHJÁLEIGU var Hekla Katharína Kristinsdóttir á Lilju frá Kvistum.

NIÐURSTÖÐUR ÚR A ÚRSLITUM

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Reynir Örn Pálmason / Óskar frá Breiðstöðum 7,61
2 Hekla Katharína Kristinsdóttir / Lilja frá Kvistum 7,44
3 Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ 7,33
4 Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum 7,17
5 Helgi Þór Guðjónsson / Huld frá Arabæ 6,83

 

NIÐURSTÖÐUR ÚR B ÚRSLITUM

Sæti Keppandi Heildareinkunn
5 Helgi Þór Guðjónsson / Huld frá Arabæ 7,11
6-7 Bjarni Sveinsson / Agla frá Dalbæ 6,94
6-7 Hans Þór Hilmarsson / Sara frá Stóra-Vatnsskarði 6,94
8 Þorgeir Ólafsson / Snilld frá Fellskoti 6,78
9 Kristín Magnúsdóttir / Sandra frá Reykjavík 6,44

NIÐURSTÖÐUR EFTIR FORKEPPNI

Sæti Keppandi Heildareinkunn
1 Reynir Örn Pálmason / Óskar frá Breiðstöðum 7,47
2 Ragnhildur Haraldsdóttir / Úlfur frá Mosfellsbæ 7,40
3 Brynja Amble Gísladóttir / Goði frá Ketilsstöðum 7,20
4 Hekla Katharína Kristinsdóttir / Lilja frá Kvistum 7,17
5 Hans Þór Hilmarsson / Sara frá Stóra-Vatnsskarði 7,00
6 Kristín Magnúsdóttir / Sandra frá Reykjavík 6,90
7 Helgi Þór Guðjónsson / Huld frá Arabæ 6,77
8-9 Bjarni Sveinsson / Agla frá Dalbæ 6,70
8-9 Þorgeir Ólafsson / Snilld frá Fellskoti 6,70
10 Rósa Birna Þorvaldsdóttir / Selja frá Skriðu 6,63
11 Thelma Dögg Tómasdóttir / Marta frá Húsavík 6,57
12 Jósef Gunnar Magnússon / Freisting frá Steinnesi 6,33
13 Jón William Bjarkason / Vaka frá Ásbrú 6,13
14-15 Hallgrímur Birkisson / Suðri frá Enni 6,07
14-15 Hanifé Müller-Schoenau / Fura frá Árbæjarhjáleigu II 6,07
16 Sólon Morthens / Katalína frá Hafnarfirði 5,87
17 Halldór Þorbjörnsson / Dáð frá Minni-Borg 5,77
18 Ragnheiður Hallgrímsdóttir / Viðja frá Skriðu 5,17
19 Sandra Pétursdotter Jonsson / Dalur frá Miðengi 5,13
20 Sigurlín F Arnarsdóttir / Hraunar frá Herríðarhóli 5,07
21 Guðjón Sigurðsson / Ólga frá Miðhjáleigu 4,83

Skeiðið var ekki síður spennandi og margir frábærir tímar náðust! Það var þó bara einn sem náði tíma undir 3 sek og meira að segja tveimur sprettum og það var Sigurvegarinn Þorgeir Ólafsson á Ögrunn frá Leirulæk fyrir lið FRIÐHEIMA/SKÓLS.

NIÐURSTÖÐUR ÚR SKEIÐI

BESTI SPRETTUR
1 Þorgeir Ólafsson/Ögrunn frá Leirulæk 2,94
2 Þorgils Kári Sigurðsson/Gjóska frá Kolsholti 3 3
3 Þórarinn Ragnarsson/Hákon frá Sámsstöðum 3,04
4 Helgi Þór Guðjónsson/Vænting frá Sturlureykjum 3,08
5 Reynir Örn Pálmason/Skemill frá Dalvík 3,13
6 Rósa Birna Þorvaldsdóttir/Bragi frá Skriðu 3,15
7 Thelma Dögg Tómasdóttir/Sirkus frá Torfunesi 3,16
8 Jón William Bjarkason/Vaka frá Ásbrú 3,17
9 Bjarni Sveinsson/Sturla frá Bræðratungu 3,2
10 Hekla Katharína Kristinsdóttir/Jarl frá Árbæjarhjáleigu II 3,2
11 Helgi Kjartansson/Þótti frá Hvammi I 3,21
12 Guðjón Sigurðsson Snædís frá Kolsholti 3 3,22
13 Hans Þór Hilmarsson/Skíma frá Syðra-Langholti 4 3,26
14 Sólon Morthens/Jarl frá Þóroddsstöðum 3,29
15 Hallgrímur Birkisson/Vörður frá Hafnarfirði 3,29
16 Ragnhildur Haraldsdóttir/Ísak frá Búðardal 3,43
17 Karen Konráðsdóttir/ Lind frá Hárlaugsstöðum 2 3,47
18 Katrín Eva Grétarsdóttir/Gyllir frá Skúfslæk 3,59
19 Sandra Pétursdotter Jonsson/Fiðla frá Miðengi 4,04
20 Jósef Gunnar Magnússon/Smekkur frá Högnastöðum 0
21 Einar Logi Sigurgeirsson/Dalvar frá Dalbæ II 0

Nokkrar sviptingar urðu á röðun efstu knapa og liða í samanlögðum stigum en efstu sætin héldust þó óbreytt frá síðasta móti.
Þorgeir Ólafsson stóð uppi sem samanlagður sigurvegari í einstaklingskeppninni eftir frábæran árangur í vetur. Hann sigraði skeiðið á Ögrun frá Leirulæk, var í 8 sæti í tölti, 6 sæti í fjórgang og 2 sæti í fimmgang og keppti í öllum greinum nema skeiði á gæðingshryssunni Snilld frá Fellskoti. Í öðru sæti varð Hekla Katharína Kristinsdóttir og í því þriðja Helgi Þór Guðjónsson.
Smávægileg mistök voru gerð í útreikningum í einstaklingskeppninni sem riðlaði röð knapa í sætum 7-11 og biðjum við hlutaðeigendur afsökunar á því.
Hér má sjá efstu 10 knapa í einstaklingskeppninni :

KNAPI/LIÐ STIG
1 Þorgeir Ólafsson FRIÐHEIMAR/SKJÓL 71
2 Hekla Katharína ÁRBÆJARHJÁLEIGA 67
3 Helgi Þór Guðjónsson KÍLHRAUN 64
4 Rósa Birna Þorvaldsdóttir KÍLHRAUN 63
5 Ragnhildur Haraldsdóttir KÍLHRAUN 58
6 Reynir Örn Pálmason STORM RIDER 54
7 Brynja Amble STORM RIDER 46
8 Jón William Bjarkason MEISTARI LOFTUR 44
9 Bjarni Sveinsson ÁRBÆJARHJÁLEIGA 41,5
10 Þórarinn Ragnarsson STORM RIDER 38

Liðakeppnin var ekki síður spennandi. Lið STORM RIDER átti gott kvöld og varð stigahæsta liðið bæði í tölti og skeiði. Það var því ljóst að hörð atlaga var gerð að fyrsta sætinu. LIÐ ÁRBÆJARHJÁLEIGU endaði í þriðja sæti, lið STORM RIDER stökk upp í annað sæti en það varð að lokum lið KÍLHRAUNS sem stóð uppi sem sigurvegari eftir gott gengi í öllum greinum vetrarins.

1. KÍLHRAUN 185 STIG
2. STORM RIDER 181,5 STIG
3. ÁRBÆJARHJÁLEIGA 162 STIG
4. FRIÐHEIMAR/SKJÓL 149,5 STIG
5. MEISTARI LOFTUR 88,5 STIG
6. BALDVIN OG ÞORVALDUR 84,5 STIG
7. BREKKA/HJARÐARHOLT/MIÐENGI 69,5 STIG

Framkvæmdanefnd þakkar kærlega öllum sem að deilinni komu fyrir skemmtilegan vetur. Styrktaraðilum fyrir stuðninginn, áhorfendum og dómurum og öðru starfsfólki fyrir sitt framlag og að lokum knöpum fyrir frábæra skemmtun og innilega til hamingju með frábæran árangur.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar