Útflutningur dregst saman

Upprunaættbók íslenska hestsins, WorldFengur, geymir ýmsar upplýsingar m.a. um fjölda útfluttra hrossa.
Árið 2021 var einn mesti fjöldi af hrossum flutt út sem sést hafði og sést hefur í langan tíma en þá voru 3.337 hross flutt út. Metár frá því 1996 en þá fóru alls 2.841 hross í útflutning. Síðan 2021 hefur útflutningur verið að dragast saman á hverju ári en fjöldinn var 1.318 í fyrra og ef marka má tölur frá fyrstu sex mánuðum ársins í ár mun það verða raunin aftur í ár.

WorldFengur, upprunaættbók íslenska hestsins, heldur utan um allar tölur um útflutt hross og eru voru 538 hross seld út á fyrstu sex mánuðum ársins. Samanborið við árin á undan er þetta minna en hefur verið (sjá töflu). Árið 2021 voru flutt út 1.683 hross og er þetta því 68% fækkun í ár samanborið við þann fjölda.
Ár – Heildarfjöldi – Þróun milli ára
- 2021 – 1.683 – 53% aukning
- 2022 – 1.156 – 31% samdráttur
- 2023 – 720 – 38% samdráttur
- 2024 – 560 – 22% samdráttur
- 2025 – 538 – 4% samdráttur