Valdís Björk vann til verðlauna við útskrift Hólanema

  • 23. maí 2021
  • Fréttir

Valdís Björk í miðið ásamt reiðkennurunum Mette Mannseth og Þorsteini Björnssyni

Reiðsýning útskriftarnema frá  hestafræðideild Hólaskóla fór fram í gær og var felld inn í dagskrá hestaíþrótta­móts UMSS og hesta­manna­fé­lags­ins Skag­f­irðings, sem fram fer nú á Hólum í Hjaltadal. Alls voru það 19 nemendur sem tóku þátt í sýningunni.

Valdís Björk Guðmundsdóttir vann verðlauna­grip­inn Morg­un­blaðshnakk­inn sem veitt­ur er fyr­ir besta heild­arár­ang­ur í öll­um reiðmennsku­grein­um í BS-námi í reiðmennsku og reiðkennslu og verðlaun Fé­lags tamn­inga­manna fyr­ir besta ár­ang­ur á loka­prófi í reiðmennsku.

Eiðfaxi óskar henni til hamingju með frábæran árangur og öllum þeim framtíðar hestamönnum sem nú útskrifast frá Háskólanum á Hólum.

Valdís Björk á hryssunni Fjólu frá Eskiholti

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar