Verðlaunahafar í barna- og unglingaflokki hjá Fáki
Fyrr í vikunni var sagt frá vel heppnaðri uppskeruhátið barna og unglinga í hestamannafélögunum Fáki og Spretti. Þar sagði m.a. að Fjöldi barna og unglinga ásamt foreldrum og öðrum góðum gestum mættu og áttu skemmtilega kvöldstund saman. Börn og unglingar úr báðum félögum sáu um að skreyta salinn fyrir hátíðina, ásamt því að ákveða dagskrá kvöldsins og leiki.
Félögin verlaunuðu þá knapa sem góðum árangri náðu á árinu auk allra þeirra sem tóki þátt í stórmótum á árinu. Áður höfðum við sagt frá því hvaða knapa Sprettur verðlaunaði en hér fylgja fréttir af þeim knöpum sem verðlaun hlutu hjá Fáki.
Í barnaflokki í Fáki voru verðlaunuð fyrir framúskarandi árangur þau Helga Rún Sigurðardóttir og Alexander Þór Hjaltason
Helga Rún átti góðan árangur á stórmótum í ár.
Á Íslandsmóti barna og unglinga keppti hún á hestinum Stein frá Runnum og varð í 4. sæti í Gæðingaflokki barna.
Í forkeppni í úrtöku í sterkum barnaflokki á gæðingamóti Fáks keppti hún á hestunum Stein frá Runnum, Fannari frá Skíðbakka III og Hannesi frá Selfossi og tryggði sér 2,3 og 4 sæti í A-úrslitum. Í A- úrslitum varð hún svo í 4 sæti á hestinum Stein frá Runnum. Þar með gulltryggði hún sér miða á Landsmót þar sem hún keppti á Stein frá Runnum og var hársbreidd frá því að komast í B-úrslit. Hún varð í 16. sæti í gríðarlega sterkum barnaflokki.
Á Reykjavíkumeistaramóti Fáks keppti hún í A-úrslitum í bæði tölti og fjórgangi á Fannari frá Skíðbakka III. Þá stóð hún sig mjög vel í Blue Lagoon deildinni.
Alexander Þór átti frábært mót á sterku Reykjavíkurmóti Fáks. Hann varð Reykjavíkurmeistari í tölti T4 á hestinum Jarli frá Gunnarsholti. Hann keppti einnig á hryssunni Sölku frá Mörk og varð Reykjavíkurmeistari í T7 og í 3. sæti í fjórgangi á þeirri hryssu.
Í úrtöku fyrir Landsmót á gæðingamóti Fáks varð hann í 2. sæti í A-úrslitum á hryssunni Sölku frá Mörk eftir kraftmikla sýningu hjá þeim sem tryggði þeim farmiða á Landsmót þar sem hann komst í milliriðla. Þá sigraði hann Landsmótsleika Fáks og Spretts á Hörpu Dömu frá Gunnarsholti.
——————————————————————————————–
Í unglingaflokki voru verðlaunuð fyrir framúrskarandi árangur þau Lilja Rún Sigurjónsdóttir og Ragnar Snær Viðarsson.
Lilja Rún átti góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni í ár og hefur sýnt og sannað undanfarin ár að hún er bráðflinkur knapi og nær frábærum árangri í fjölmörgum greinum hestaíþrótta. Í ár varð hún Íslandsmeistari í Gæðingaskeiði unglinga á hryssunni Heiðu frá Skák og í 2. sæti í slaktaumatölti á Arion frá Miklholti. Þá komst Lilja í B-úrslit á Landsmóti þar sem hún varð í 15. sæti á hryssunni Sigð frá Syðri-Gegnishólum. Á Reykjavíkurmeistaramóti Fáks varð hún í öðru sæti í 100 metra skeiði á Frekju frá Dýrfinnustöðum og 4. sæti í tölti á Sigð frá Syðri-Gegnishólum. Þá átti hún góðan árangur á öðrum mótum og varð meðal annars í 1. sæti í gæðingaskeiði í Meistaradeild Æskunnar. Lilja Rún var valin í úrtökuhóp U-21árs landsliðsins fyrir HM 2025
Ragnar Snær átti gott keppnisár og uppskar 3 Reykjavíkurmeistara titla. Í fjórgangi á hestinum Ástarpung frá Staðarhúsum, hann sigraði svo bæði 100m og 150m skeið á hestinum Stráksa frá Stóra-Hofi. Hann keppti á hryssunni Sögu frá Kambi í úrtöku í Gæðingakeppni Fáks og varð þar í 2. sæti sem tryggði honum miða á Landsmót. Þá gerði hann það gott á öðrum stórum mótum og varð meðal annars 3. í 100m skeiði á Íslandsmóti. Ragnar Snær var valin í U-21 árs landslið Íslands sem keppti á Norðurlandamóti í Danmörku. Þar varð hann í 2. sæti í tölti og 4. sæti í fjórgang og annar í samanlögðum fjórgangsgreinum.
Innilega til hamingju knapar með framúrskarandi árangur á árinu 2024.