Vertu með frá upphafi – Eiðfaxi Vetur kemur út í byrjun mars!

  • 25. febrúar 2020
  • Fréttir

Forsíðumyndina á Eiðfaxa Vetur tók Liga Liepina

Nú styttist í að fyrsta árstíðatímarit Eiðfaxa, Eiðfaxi Vetur, fari í prentun

Eins og fjallað var um í síðasta tölublaði og á vef okkar að þá verður útgáfa Eiðfaxa með breyttu sniði frá og með næsta tímariti. Nú fylgjum við árstíðunum.

Fjölbreytt efnistök eru í tímaritinu og ættu allir lesendur að finna áhugavert, fróðlegt og ekki síst skemmtilegt efni sér til lesturs.

Eiðfaxi er tímarit hestamanna og mikilvægt málgagn þeirra, vertu því með í umræðunni og tryggðu þér Eiðfaxa heim að dyrum með því að smella hér eða hringja í síma 537-9200.

Á meðal efnistaka í Eiðfaxa Vetur eru

Nú munum við gera yngri lesendum okkar hátt undir höfði því Vakri-Skjóni, sem lesendur Eiðfaxa kannast við frá fornu fari, hefur verið endurjárnaður og mun nú gleðja unga hestaunnendur. Í Vakra-Skjóna verða viðtöl við ungt hestafólk auk ýmis fróðleiks sem nytsamlegt er öllum þeim sem áhuga hafa á hestum. Umsjónarmaður Vakra-Skjóna er Marta Gunnarsdóttir.

Valdimar Kristinsson skrifar grein um val á íþróttamanni ársins og segir á sama tíma sögur frá því þegar Sigurbjörn Bárðarson hlaut titilinn eftirsótta. Valdimar var á þeim tíma blaðamaður á Morgunblaðinu og kom því nærri valinu á Sigurbirni.

Í kjölfar óveðurs sem gekk yfir landið í desember síðastliðnum skapaðist óvægin umræða um hrossabændur. Sigríður Björnsdóttir skrifar viðamikla grein um velferð hrossa á útigangi í Eiðfaxa Vetur.

Hafliði Haldórsson hefur komið að hinum ýmsu sviðum hestamennskunnar síðastliðna áratugi. Hann hefur einnig tekist á við ýmsilegt í sínu persónulega lífi.  Viðtal við Hafliða má finna í tímaritinu.

Katrín Sigurðardóttir og Davíð Jónsson ferðuðust á framandi slóðir í janúar á þessu ári, þegar þau heimsóttu hestamenn í Púertó Ríkó. Ferðasaga þeirra í þessu landi í Karíabahafinu má finna í Eiðfaxa Vetur.

Grein eftir Jens Einarsson um Rangárbakka og þau fimm Landsmót sem þar hafa verið haldin. Jens fer yfir eftirminnilegustu augnablikin á Landsmótum 1986, 1994, 2004, 2008 og 2014. Margs er að minnast og gaman að rifja upp í aðdraganda Landsmóts.

Hulda Finnsdóttir heldur áfram að fjalla um hvað ákveðnir hestar eiga sameiginlegt og verður forvitnilegt hvað hún kemur fram með í Eiðfaxa Vetur.

Þetta ásamt mörgu fleiru má lesa í Eiðfaxa Vetur sem kemur út í byrjun mars. Vertu með í umræðunni og tryggðu þér áskrift í síma 537-9200 eða með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<