Vertu með í ljósmyndasamkeppni FEIF og IPZV

Mynd: Gordon Hensel
FEIF og IPZV hafa staðið fyrir ljósmyndasamkeppni undanfarið ár og verður LH ásamt íslandshestasamtökunum í Ungverjalandi og Kanada samstarfsaðilar keppninnar í ár.
Nú þegar hefur einu þema verið lokið. „Æfingin skapar meistarann“ bárust margar skemmtilegar myndir inn.
Nýja þemað ber heitið Samspil í reið (e. Riding in Harmony) og er skilafrestur á myndum til 14. júní.
Sömu reglur gilda og áður en þær eru:
- Myndirnar verða að vera teknar í „Landscape“
- Hver keppandi má senda hámark 3 myndir
- Myndirnar verða að sýna íslenska hestinn
- Myndin verður að vera tekin af þér eða fjölskyldu eða vinum. Myndir frá atvinnuljósmyndurum eru ekki samþykktar.
- Skylda er að vera með hjálm ef knapi er á hestbaki á myndinni.
- Vinsamlegast setjið inn heimilisfang svo hægt sé að senda sigurvegara keppninnar vinninginn
Alþjóðleg dómnefnd velur bestu myndirnar, 3 bestu verða síðan valdar til kosningar á netinu og þær birtar í dagatali FEIF 2024.
Vinsamlegast sendið myndirnar á photo@feif.org
Síðasti dagur til að senda inn mynd er 14. júní 2023.