Vertu með í ljósmyndasamkeppni FEIF og IPZV

  • 25. maí 2023
  • Fréttir

Mynd: Gordon Hensel

FEIF og IPZV hafa staðið fyrir ljósmyndasamkeppni undanfarið ár og verður LH ásamt íslandshestasamtökunum í Ungverjalandi og Kanada samstarfsaðilar keppninnar í ár.

Nú þegar hefur einu þema  verið lokið. „Æfingin skapar meistarann“ bárust margar skemmtilegar myndir inn.

Nýja þemað ber heitið Samspil í reið (e. Riding in Harmony) og er skilafrestur á myndum til 14. júní.

Sömu reglur gilda og áður en þær eru:

  • Myndirnar verða að vera teknar í „Landscape“
  • Hver keppandi má senda hámark 3 myndir
  • Myndirnar verða að sýna íslenska hestinn
  • Myndin verður að vera tekin af þér eða fjölskyldu eða vinum. Myndir frá atvinnuljósmyndurum eru ekki samþykktar.
  • Skylda er að vera með hjálm ef knapi er á hestbaki á myndinni.
  • Vinsamlegast setjið inn heimilisfang svo hægt sé að senda sigurvegara keppninnar vinninginn

Alþjóðleg dómnefnd velur bestu myndirnar, 3 bestu verða síðan valdar til kosningar á netinu og þær birtar í dagatali FEIF 2024.

Vinsamlegast sendið myndirnar á photo@feif.org

Síðasti dagur til að senda inn mynd er 14. júní 2023.

 

Athugið að með því að skila inn mynd samþykkja keppendur eftirfarandi:
 „The participant assures with the submission that he or she owns all rights to the picture, has the unrestricted exploitation rights of all parts of the picture, that he or she does not violate any rights of third parties with photos edited on the computer, that the picture is free of rights of third parties as well as that no personal rights have been violated in the depiction of persons. In the case of recognizable depictions of persons, the persons concerned must have declared their consent. The participant must guarantee this and provide proof of this upon request. The participant agrees to indemnify the organizer of the competition from all claims for compensation raised by third parties due to the use of the pictures.“

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar