Vesturlandsdeildin – Liðakynning

  • 26. febrúar 2020
  • Fréttir

Siguroddur Pétursson sigraði í einstaklingskeppninni mynd: Óðinn Örn

Fyrsta mót Vesturlandsdeildarinnar í hestaíþróttum árið 2020 fer fram í Faxaborg Borgarnesi þann 28. febrúar og verður þá keppt í fjórgangi
Alls eru keppniskvöldin í vetur fimm talsins.
28.febrúar – fjórgangur
13.mars – slaktaumatölt
29.mars – gæðingafimi
8.apríl – fimmgangur
17.apríl – Tölt og skeið

 

Fjórgangur Vesturlandsdeildarinnar er í boði Pegasus flughesta og birtast ráslistar á morgun.Húsið opnar kl: 18:30 og byrjar liðakynningin á slaginu 19:00 og hefst síðan mótið strax að því loknu.

Hestaland

Guðmar Þór er liðstjóri í liði Hestalands. Hann er fertugur en miklu yngri í anda. Hann er menntaður reiðkennari frá Hólum þar sem hann starfaði sem reiðkennari um tíma. Guðmar bjó í Bandaríkjunum í nokkuð mörg ár en flutti aftur til Íslands 2013. Núna rekur hann Hestamiðstöð og ferðaþjónustuna Hestaland. Þetta er þriðja ár Guðmars í Vesturlandsdeildinni en hann hefur keypt þónokkuð mikið í gegnum árin og var m.a. Í Meistaradeildinni í nokkur ár

Linda Rún er 31 árs og er í liði Hestalands. Hún er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og þar starfaði hún einnig sem reiðkennari um tíma. Linda starfar hjá Hestalandi. Þetta er 4. árið hennar í Vesturlandsdeildinni með barneignarpásu. Linda hefur keppt mikið frá barnsaldri bæði hérlendis og erlendis með ágætis árangri.

Snorri Dal Reiðkennari frá Hólum Landsmótsigurvegari í B flokk og 150 m skeiði. 2x íslandsmeistari í 4 g, tölti og 2 x í samanlögðum fjórgangsgreinum. Lið Guðmarsliðið Fyrsta skipti í vesturlandsdeildinni

Denise Weber er 27 ára frá Svíþjóð. Hún býr og vinnur við tamningar og kennslu á Oddstöðum. Denise útskrifaðist frá hólum árið 2017 sem reiðkennari og tamningarkona. Hún er ekki með mikla reynsli á keppnisbrautinni þannig séð og er nýliði í Vesturlandsdeildinni.

Ísólfur Ólafsson, 20 ára. Starfar við tamningar að Eskiholti í Borgarfirði. Hann hefur stundað hestamennsku allt sitt líf og með mikinn keppnisárangur. Ísólfur hefur verið með í deildinni ein sinni áður.

 

Stelpurnar í Slippfélaginu

Liðstjórinn er Hrefna María Ómarsdóttir, 26 ára. Hestakona af lífi og sál og menntuð frá Hólaskóla í hestafræðum. Menntaður viðskiptafræðingur og starfar á daginn sem markaðsstjóri Slippfélagsins málningarverksmiðju. Eftir vinnu ríður hún út öllum sínum Álfhólaættuðu gæðingum á Félagssvæði Fáks í Víðidal. Hrefna María hefur staðið sig vel um árabil í keppnum og sýningum hrossa, hún hefur verið liðstjóri og tekið átt í Vesturlandsdeildinni síðustu 2 ár. Hrefna María sigraði flugaskeiðið í deildinni í fyrra.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir 26 ára reiðkennari, tamningakona og hrossaræktandi að Auðsholtshjáleigu Ölfusi. Þórdís eða Dísa eins og hún er kölluð starfar við tamningar og þjálfun að Grænhóli Ölfusi og reiðkennslu hér heima og erlendis. Þórdís hefur staðið sig vel í keppni og sýningum og verið keppandi í Meistaradeildinni með góðum árangri. Hún mun telfla fram nokkrum ungum og spennandi hestum í Vesturlandsdeildinni í vetur.

Dagbjört Hrund Hjaltadóttir 23 ára og er frá Hellu. Útskrifaðist sem stúdent af hestabraut í Svíþjóð 2015 og hef síðan þá verið að safna í reynslu og gleðibankann. Frá því í haust hef hún starfað við tamningar og þjálfun hjá hrossaræktarbúinu Auðsholtshjáleigu. Þetta er fyrsta árið sem Dagbjört Hrund verður í deildinni.

Iðunn Svansdóttir 28 ára og er útskrifuð sem tamningamaður og þjálfari frá Hólaskóla. Iðunn var með í deildinni i fyrra eftir árs pásu. Gekk vel í deildinni og reið t.d. úrslit í fjórgang og fimmgangi á Sigurrós frá Söðulsholti og Nökkva frá Hrísakoti. Iðunn stefnir á að nota þau aftur i deildinni ár. Iðunn býr í Borgarnesi og stundar útreiðar þar.

Flosi Ólafsson folinn í hópnum. Það getur enginn höndlað stelpurnar eins og hann og fær hann því að vera í liði Stelpnanna í Slippfélaginu. Hann er 25 ára bláeygði sjarmurinn úr Borgarfirði. Hæfileikana vantar svo sannarlega ekki í hann en hann ákvað þó að mennta sig og er með allar gráður frá Hólaskóla. Með það að vopni, hæfileikana sem hann fékk í vöggugjöf og þessi bláu augu er stórhættulegt að vera fyrir honum. Sigraði Töltið í fyrra, gerði allskonar rósir og braut nokkur hjörtu. Flosi ríður út í Hafnarfirði þar sem hann eltir ástina. Flosi er sá sem er til alls líklegur.

 

Söðulsholt

Liðstjórinn er Elisabeth Marie Trost, 28 ára. Hún starfar sem tamningamaður í Söðulsholti og er menntaður reiðkennari og tamningarkona frá Háskólanum á Holum. Elisabeth hefur verið með í Vesturlandsdeildinni seinustu tvö ár

Anna Renisch, 29 ára. Starfar sem tamningakona a Lundum og hefur henni gengið vel í keppnum. Anna hefur verið með í Vesturlandsdeildinni seinustu tvö ár.

Leifur Gunnarsson, 29 ára. Starfar sem tamningamaður á Skipaskaga og er menntaður reiðkennari og tamninarmaður frá Háskólanum á Hólum. Leifur var með í fyrsta skipti í Vesturlandsdeildinni seinasta vetur.

Siguroddur Pétursson. Starfar sem tamningamaður í Hrísdal. Siguroddur hefur verið mjög sýnilegur á keppnisbrautinni og gengið gríðarlega vel. Siguroddur er einnig í liði í Meistaradeildinni í vetur en hann hefur verið með í Vesturlandsdeildinni frá upphafi.

Sigurður Rúnar Pálsson, 28 ára. Starfar sem tamningamaður á Dallandi og er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Sigurður er nýliði í Vesturlandsdeildinni.

 

Skáney / Fagerlund

Liðstjórinn er Randi Holaker, hún er 41 árs. Randi tekið þátt í deildini frá byrjun. Hún er menntaður tamningamaður, reiðkennari auk þess að vera gæðingadómari, hún starfar heima á Skáney auk þess að ferðast töluvert út fyrir landssteinanna til að sinna kennslu. Randi hefur átt góðu gengi að fagna í Vesturlandsdeildinni síðustu ár, í fyrra endaði hún í öðru sæti einstaklingskeppninnar þriðja árið í röð en hún reið til úrslita í 4 af sex greinum deildarinnar og hafði til að mynda sigur í fimmgangi auk þess að ríða til úrslita í gæðingafimi, tölti og 4-gangi með Þyt frá Skáney sem hún stefnir á að nota áfram í deildina í vetur. Auk þess koma aðrir hestar ínn í þetta tímabil m.a. hafa Randi og Þórfinnur frá Skáney hafa náð góðum tímum saman í skeiði.

Haukur Bjarnason, er á 39 ári. Haukur hefur verið þátttakandi í deildinni frá byrjun oft með ágætum árangri í flestum greinum. Haukur er eins og Randi menntaður tamningamaður og reiðkennari, auk þess að vera með íþrótta og gæðingadómara réttindi. Starfa þau saman heima á Skáney við tamningar, þjálfun og reiðkennslu en þau hafa byggt sér upp glæsilega aðstöðu á undanförnum árum. Haukur reiknar með að treysta mikið á Ísar frá Skáney í vetur þó það geti skeð að ný númer láti sjá sig t.d. folinn Bragi frá Skáney sem fór á undir 8 sek 100m skeiði og áttu gott skor í gæðingaskeiði síðasta sumar.

Berglind Ragnarsdóttir, 47 ára Berglind býr á Laugavöllum í Reykholtsdal með dætrum sínum og rekur sitt eigið fyrirtæki sem sér um bókhald og uppgjör. Hefur orðið heimsmeistari og nokkrum sinnum íslandsmeistari. Hún hefur meðal annars unnið slaktaumatölt í Vesturlansdeildinni og liðið hennar 2 sinnum liðaskjöldinn. Tók sér pásu í fyrra en kemur nú aftur inn.

Fredrica Fagerlund, 30 ára og finnsk að uppruna en hefur búið og starfað á Íslandi undanfarin 10 ár. Hún er reiðkennari og tamningamaður að mennt og sinnir tamningar og reiðkennslu á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ, auk þess sem hún og maðurinn hennar reka reiðskóla á sumrin. Fredrica hefur verið iðin á keppnisvellinum undanfarin ár og seinasta vetur tók hún þátt í Vesturlandsdeildinni í fyrsta skiptið og hampaði þar 3. Sætið í einstaklingskeppninni, en hún var í úrslitum í öllum greinum og vann gæðingafimi á hestinum Storm frá Yztafelli. Fredrica er einnig í lið Hrímnir/Exporthestar í Meistaradeildin í hestaíþróttum.

Elvar Logi Friðriksson, Skagfiskur Húnvetningur sem starfar við tamningar. Elvar hefur náð góðum árangri í Meistaradeild KS en hann reið úrslit í gæðingafimi og B- úrslit í fjórgangi í fyrra. Elvar var stigahæsti knapinn í HÚnveynsku deildinni síðasta vetur og hefur margoft verið stigahæstur í Húnvetnsku liðakeppninni. Elvar var þó með í Vesturlandsdeildinni í hitt í fyrra og mun koma sterkur inn aftur núna í ár.

 

Laxárholt

 

Liðstjórinn er Tinna Rut Jónsdóttir, 31 árs. Hún starfar sem tamningamaður og kúabóndi á Laxárholti. Tinna hefur keppt mikið síðan hún var unglingur með góðum árangri og er hún nýliði í Vesturlandsdeildinni.

Helga Rósa, 34 ára. Helga starfar sem verslunarstjóri Kaupfélags Borgfirðinga. Hún hefur lokið 2 árum á Hólum og verslunarfræði á Bifröst. Helga er einnig nýliði í Vesturlandsdeildinni.

Gyða Helgadóttir, 20 ára. Gyða er í skóla og starfar við tamningar og þjálfun á Grímarstöðum og einnig í Borgarnesi. Gyða hefur keppt mikið frá unga aldri með góðum árangri. Hún er einnig nýliði í Vesturlandsdeildinni.

Hulda Katrín Eiríksdóttir, 23 ára. Hulda starfar sem vaktstjóri í Reebok Fitness. Hún hefur verið að keppa mikið síðan hún var barn en byrjaði að alvöru árið 2010. Hulda er einnig nýliði í Vesturlandsdeildinni

Jónína V. Örvar, 22 ára. Jónína er í skóla og starfar við tamningar og þjálfun. Hún hefur verið að keppa nokkuð mikið seinustu 14 ár með góðum árangri. Jónína er einnig nýliði í deildinni.

Skipanes / Hróar

Liðstjórinn þeirra er Stefán G. Ármansson, en hann er ekki knapi í liðinu.

Guðbjartur Þór Stefánsson 31 árs. Hann er Útskrifaður reiðkennari fra Háskólanum á Hólum árið 2013. Guðbjartur vinnur í Elkem og stundar hestamennsku sér til yndisauka í Skipanesi. Hann tók þátt í deildinni fyrstu 2 árin.

Svandís Lilja Stefánsdóttir, 24 ára. Hún stundar hestamennsku í Skipanesi ásamt því að læra salfræði í HA í fjarnámi og tekur einstaka vaktir í Norðuráli. Hún hefur stundað hestamennsku síðan hún fór að halda haus. Hún var dugleg að keppa í yngri flokkum en lagði bindið á hilluna fyrir nokkrum árum síðan. Svandís er nýliði í Vesturlandsdeildinni.

Benedikt Þór Kristjánsson, 40 ára. Benedikt stundar hestamennsku á Akranesi. Hann hefur verið með í deildinni frá upphafi fyrir utan eitt ár sem hann tók pásu frá deildinni.

Marie Greve Rasmussen, hrossabóndi, tamningamaður og hobbysauðfjárbóndi á Steinsholti, Leirársveit. Hún er menntaður félagsráðgjafi en hefur unnið með hross undanfarin rúmlega 20 ár eða síðan 1997 þegar hún kom til Íslands. Marie hefur ekki verið mjög virk á keppnisvellinum en nú verður breyting á.

Þórdís Fjeldsted, búsett á Ölvaldsstöðum og starfar þar við tamningar og þjálfun ásamt því að kenna. Útskrifaðist með BS í reiðmennsku og reiðkennslu frá háskólanum að Hólum. Hefur keppt mikið í gegnum árin með góðum árangri.

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<