Eiðfaxi TV Viðburðaríkt sjónvarpsár framundan á EiðfaxaTV

  • 17. desember 2025
  • Fréttir
Með ársáskrift að EiðfaxaTV tryggir þú þér aðgang að öllum helstu viðburðum hestamennskunnar

Árið 2026 verður sannkölluð veisla fyrir hestaáhugafólk á EiðfaxaTV. Dagskráin er þétt setin allt árið um kring og nú er kjörið tækifæri til að tryggja sér aðgang að öllu efninu með ársáskrift.

Með ársáskrift tryggir þú þér allt efni

Með því að velja ársáskrift slá áskrifendur tvær flugur í einu höggi: Þeir fá tæpa 4 mánuði frítt miðað við mánaðaráskrift og fá aðgang að Landsmóti hestamanna innifalið í pakkanum. Vert er að vekja athygli á því að Landsmótið verður ekki innifalið í hefðbundinni mánaðaráskrift og því mikill fjárhagslegur ávinningur fólgin í því að næla sér í ársmiðann strax.

Fjölbreytt vetrardagskrá

Veislan hefst strax í janúar. Eiðfaxi mun sýna frá átta deildum í vetur, þar á meðal Meistaradeild Líflands, Meistaradeild KS, 1. deildinni og Samskipadeildinni. Einnig verður hin vinsæla Stóðhestaveisla á sínum stað ásamt fjölmörgum öðrum mótum og deildum um allt land.

Stórviðburðir sumarsins

Þegar vora fer færist fjör í leikinn. Nær allir stærstu viðburðir sumarsins verða sýndir beint, þar sem Landsmót hestamanna ber hæst. Einnig verða allar kynbótasýningar á Íslandi í beinni – alls 19 sýningar frá maí til ágúst – ásamt Norðurlandamóti, Reykjavíkurmeistaramóti og fjölmörgum íþrótta- og gæðingamótum.

Auk beinna útsendinga hafa áskrifendur aðgang að Gullkistu Eiðfaxa, þar sem finna má eldri stórmót og heimildarmyndir, og nýir þættir og viðtöl, sem unnið hefur verið að í haust, munu líta dagsins ljós á nýju ári.

Dagskrá EiðfaxaTV 2026

Hér er yfirlit yfir þá helstu viðburði sem sýnt verður frá á árinu:

Vetrardagskrá:
  • Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum
  • Meistaradeild KS
  • 1.deildin
  • Meistaradeild Líflands og æskunnar
  • Áhugamannadeild Norðurlands
  • Samskipadeildin
  • Suðurlandsdeildin
  • Blue Lagoon mótaröðin
  • Stóðhestaveislan
Sumardagskrá:
  • Landsmót hestamanna
  • Norðurlandamót
  • Kynbótasýningar á Íslandi (19 sýningar)
  • Reykjavíkurmeistaramót
  • Alþjóðleg íþróttamót Sleipnis og Geysis
  • Íþróttamót Spretts
  • Félagsmót í Fáki, Spretti, Geysi og Sleipni
  • Skeiðleikar Skeiðfélagsins
  • Suðurlandsmótin
  • Metamót

Tryggðu þér áskrift í dag og vertu með okkur allt árið!

HÉR ER HÆGT AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ EIÐFAXA TV

Ef einhverjar spurningar vakna eða þú þarft aðstoð vegna kaupa á áskrift þá getur þú sent okkur tölvupóst á help@eidfaxitv.is.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar