Hestamannafélagið Geysir Viktoría, Eik og Eva hrepptu gullið

  • 12. maí 2024
  • Fréttir
Niðurstöður úr úrslitum í fjórgangi V2 í barna- og unglingaflokki og fjórgangi V5 í barnaflokki.

Síðasti dagurinn á WR íþróttamóti Geysis fer fram á Hellu í dag en keppt er til úrslita í mörgum greinum. Riðin voru úrslit í fjórgangi V2 í barna- og unglingaflokki og í fjórgangi V5 í barnaflokki.

Í barnaflokki í fjórgangi V2 var það Viktoría Huld Hannesdóttir og Þinur frá Enni sem báru sigur úr bítum með 6,47 í einkunn og í unglingaflokki var það Eik Elvarsdóttir á Sölku frá Hólateigi með 6,80 í einkunn.

Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir vann barnaflokkinn í fjórgangi V5 en hún sat hryssuna Óskadís frá Miðkoti og hlutu þær 5,46 í einkunn.

Bein útsending hefur verið frá mótinu í allan dag á vef Eiðfaxa og verður áfram. Fyrir þá sem vilja horfa á eitthvað af sýningunum aftur er það hægt með því að smella HÉR.

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr úrslitum í fjórgangi V2 í barna- og unglingaflokki og V5 í barnaflokki.

A úrslit – Fjórgangur V2 – Barnaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Viktoría Huld Hannesdóttir Þinur frá Enni 6,47
2 Jakob Freyr Maagaard Ólafsson Djörfung frá Miðkoti 6,33
3 Hákon Þór Kristinsson Kolvin frá Langholtsparti 6,23
4 Linda Guðbjörg Friðriksdóttir Tenór frá Litlu-Sandvík 6,17
5 Ragnar Dagur Jóhannsson Alúð frá Lundum II 5,37
6 Elimar Elvarsson Blær frá Prestsbakka 5,13

A úrslit – Fjórgangur V2 – Unglingaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Eik Elvarsdóttir Salka frá Hólateigi 6,80
2 Hekla Eyþórsdóttir Garri frá Strandarhjáleigu 6,17
3 Snæfríður Ásta Jónasdóttir Liljar frá Varmalandi 5,90
4 Steinunn Lilja Guðnadóttir Skírnir frá Þúfu í Landeyjum 5,87
5 Friðrik Snær Friðriksson Vallá frá Vallanesi 5,73
6 Jórunn Edda Antonsdóttir Vídalín frá Tjaldhólum 0,00

A úrslit – Fjórgangur V5 – Barnaflokkur
Sæti Knapi Hross Einkunn
1 Eva Dögg Maagaard Ólafsdóttir Óskadís frá Miðkoti 5,46
2 Júlía Mjöll Högnadóttir Nn frá Hákoti 5,17
3 Jakob Freyr Maagaard Ólafsson Kiljan frá Miðkoti 4,54
4 Hrafnar Freyr Leósson Heiðar frá Álfhólum 2,67

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar