„Virkja hestamenn í að umgangast plast betur“

  • 8. febrúar 2020
  • Sjónvarp Fréttir
Viðtal við Sigurð Halldórsson framkvæmdarstjóra Pure North

Í gær fór fram í Hveragerði mikil hátíð þegar tíu forsvarsmenn íslenskra fyrirtækja skrifuðu undir samning undir heitinu þjóðarþrif. Verkefninu er ætlað að stórauka endurvinnslu á plasti á landinu og með því koma í veg fyrir flutning á því úr landi.

Fyr­ir­tæk­in sem und­ir­rituðu sátt­mál­ann eru Brim, Eim­skip, Össur, Mjólk­ur­sam­sal­an, Coca-Cola á Íslandi, Bláa lónið, Lýsi, Krón­an, Mar­el og BM Vallá.

Pure North er fyrirtæki sem sérhæfir sig í endurvinnslu á plasti en Framkvæmdarstjóri og eigandi þess er hestamaðurinn Sigurður Halldórsson. Fyrirtækið var stofnað á sínum tíma til að endurvinna rúlluplast og var þá lögð rík áhersla á að taka við plasti úr hesthúsum.

Til stendur að fara í átak á næstunni til þess að ná öllu því rúlluplasti sem til fellur í landbúnaði til endurvinnslu.

Blaðamaður Eiðfaxa var á staðnum við undirskriftina og tók Sigurð tali.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<