Tippari vikunnar ,,Vona að mínir menn bjálfist til að hafa þetta en þetta gæti hæglega farið á hinnbóginn“

  • 18. október 2022
  • Fréttir
Þórarinn Ragnarsson er Tippari vikunnar

Þá er komið að tólftu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Teitur Árnason sem var með fjóra rétta.

Tippari vikunnar er Þórarinn Ragnarsson tamningamaður og knapi í Vesturkoti.  Þórarinn er heitur Manchester United stuðningsmaður.

 

Brighton & Hove Albion 3-0  Nottingham Forest 

Nottingham Forest eru slappasta liðið þetta árið held ég

 

Crystal Palace 1-0  Wolverhampton

 

AFC Bournemouth 0-1 Southampton

Ekki nokkur leið að segja til um þetta líklegast 0-1 í frekar leiðinlegum leik.

 

Liverpool 4-1 West Ham United

West ham hafa verið vonbrigði og þýski vælukjóinn virðist vera að ná að Skrúa sína menn í gang.

 

Newcastle United 2-1 Everton

Newcastle eru flottir.

 

Manchester United 1-0 Tottenham Hotspur

Vona að mínir menn bjálfist til að hafa þetta en þetta gæti hæglega farið á hinnbóginn.

 

Brentford 0-1 Chelsea

 

Fulham 1-1  Aston Villa

Þetta gæti verið fínasti leikur til þess að leggja sig yfir

 

Leicester City 1-0 Leeds United

Leicester hljóta að fara að rífa sig í gang taka þetta.

 

Arsenal 3-4 Manchester City

Þótt Liverpool hafi haft þá í síðustu umferð er City besta liðið en þetta verður geggjaður leikur.

 

 

Staðan:

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar