Vorkvöld í Reykjavík – Tveir frábærir klárhestar!

  • 4. maí 2021
  • Fréttir

Draumur frá Feti og Ólafur Andri Guðmundsson

Vorkvöld í Reykjavík – Ræktunardagur Eiðfaxa fer fram í Víðidalnum laugardaginn næstkomandi 8.maí. Nú þegar hafa margir ræktendur og knapar sett sig í samband við okkur hjá Eiðfaxa og boðað komu sína með gæðinga.

Dagurinn verður sendur út í beinu streymi og áhorfendur geta mætt á svæðið með sóttvarnir í huga og þær takmarkanir sem í gildi eru.

Fyrstu hestarnir sem við kynnum til leiks eru ekki af verri endanum, stórættaðir gæðingar með háan kynbótadóm. Knaparnir eru heldur ekki af verri endanum því það eru hjónin og yfirtamningamennirnir á Feti, Bylgja Gauksdóttir og Ólafur Andri Guðmundsson

Bylgja mun sitja á sex vetra gömlum stóðhesti, Draumi frá Feti, hann er undan Arion frá Eystra-Fróðholti og Jónínu frá Feti. Draumur hlaut 1.verðlaun í kynbótadómi í fyrra sem klárhestur og þar af 9,5 fyrir tölt. Lýsingar orðið mikilll fótaburður kemur oft fyrir í dómsorðum og því spennandi að sjá hann á Vorkvöldi í Reykjavík.

Ólafur Andri mætir á stóðhestinum Útherja frá Blesastöðum 1A. Útherji er sjö vetra gamall undan Framherja frá Flagbjarnarholti og Blúndu frá Kílhrauni. Hann er frábær klárhestur með 8,58 fyrir sköpulag, 8,18 fyrir hæfileika og 8,32 í aðaleinkunn.

Það er ekki amalegt að byra þessa kynningu á tveimur gripum.

Útherji á LM2018 knapi Ævar Örn Guðjónsson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<