Yfirlit verðlaunahafa á Landssýningu kynbótahrossa

Landssýning kynbótahrossa þótti takast vel á myndinni eru þrjár 4.vetra hryssur ásamt knöpum sínum. Mynd: Lousia Silja
Landssýning kynbótahrossa fór fram á laugardaginn á Hellu þar sem fram komu hæst dæmdu hross vorsins og tóku við verðlaunum þess til handa. Viðburðurinn var hugsaður sem mótsvar við því að þurft hafi að fresta Landsmóti vegna Covid-19 og með þessum hætti verðlauna bæði einstaklinga og stóðhesta með afkvæmum.
Mæting hrossa í alla flokka var góð lítið um afföll og góður rómur hefur verið gerður að þessu framtaki. Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir það hvaða hross stóðu efst í hverjum aldursflokki auk stóðhestar með afkvæmum.
Fyrir þá sem ekki náðu af einhverjum ástæðum að fylgjast með Landssýningunni að þá er ennþá hægt að horfa á hana með því að smella hér.
Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir þrjú efsta hross í hverjum flokki á Landssýningu. Umfjöllun um öll hæst dæmdu hross ársins verður að finna í Árbók Eiðfaxa sem kemur út í desember.
Stóðhestar – Heiðursverðlaun
Nafn | Aldur | Kynbótamat | Fj.sýndra |
Skýr frá Skálakoti | 13 | 125 | 52 |
Óskasteinn frá Íbishóli | 15 | 119 | 53 |
Loki frá Selfossi | 16 | 117 | 50 |

Jakob Svavar Sigurðsson og Guðmundur Viðarsson taka við Sleipnisbikarnum fyrir Skýr frá Skálakoti
Mynd: Louisa Silja
Stóðhestar – 1.verðlaun fyrir afkvæmi
Nafn | Aldur | Kynbótamat | Fj. sýndra |
Skaginn frá Skipaskaga | 13 | 125 | 52 |
Konsert frá Hofi | 10 | 118 | 29 |
Ölnir frá Akranesi | 11 | 118 | 18 |
Stormur frá Herríðarhóli | 16 | 120 | 21 |

Sigurveig Stefánsdóttir og Jón Árnason taka við Orrabikarnum sem veittur er fyrir þann stóðhest sem efstur stendur til 1.verðlauna fyrir afkvæmi. Mynd: Louisa Silja
4.vetra hryssur
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Drift frá Austurási | 8,38 | 8,17 | 8,24 |
Sögn frá Skipaskaga | 8,36 | 8,08 | 8,18 |
Dögun frá Stuðlum | 8,64 | 7,87 | 8,14 |

Ragnhildur Loftsdóttir veitir viðtöku Álfadísarbikarnum sem veittur er hæst dæmdu 4.vetra hryssu. Auk hennar eru á myndinni frá vinstri: Sveinn Steinarsson formaður Félags Hrossabænda, Bergur Jónsson og Olil Amble gefendur Álfadísarbikarsins, Loftur Breki Hauksson, Árni Björn Pálsson og Sigríður M. Björgvinsdóttir formaður Hestamannafélagsins Sleipnis. Mynd: Louisa Silja
5.vetra hryssur
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Álfamær frá Prestsbæ | 8,43 | 8,61 | 8,55 |
Lýdía frá Eystri-Hól | 8,57 | 8,39 | 8,46 |
Þökk frá Akrakoti | 8,52 | 8,33 | 8,40 |

Þórarinn Eymundsson lyftir Hremmsuskildinum fyrir efstu 5.vetra hryssu. Mynd: Louisa Silja
6.vetra hryssur
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Askja frá Efstu-Grund | 8,24 | 8,82 | 8,62 |
Þrá frá Prestsbæ | 8,40 | 8,69 | 8,59 |
Svarta-Perla frá Álfhólum | 8,51 | 8,55 | 8,54 |

Sigurjón Sigurðsson og Sigríður Lóa Gissurardóttir taka við Kröflubikaranum fyrir hryssu sína Öskju frá Efstu-Grund. Mynd: Louisa Silja
7.vetra hryssur og eldri
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Fold frá Flagbjarnarholti | 8,36 | 8,93 | 8,73 |
Hremmsa frá Álftagerði III | 8,43 | 8,89 | 8,73 |
Auður frá Varmalandi | 8,83 | 8,48 | 8,60 |

Feðgarnir Bragi Guðmundsson og Sveinbjörn Bragason taka við verðlaunum fyrir Fold frá Flagbjarnarholti sem var efst 7.vetra hryssa en hún hlaut einni Þorkelsskjöldinn sem hæst dæmda einstaklingssýnda hryssa vorsins. Mynd: Louisa Silja
4.vetra stóðhestar
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Róbert frá Kirkjufelli | 8,54 | 8,39 | 8,45 |
Skyggnir frá Skipaskaga | 8,56 | 8,23 | 8,35 |
Gjafar frá Efri-Fitjum | 8,38 | 8,12 | 8,21 |

Róbert frá Kirkjufelli var hæst dæmdi stóðhestur í flokki 4.vetra stóðhesta og hlaut Galsabikarinn sem veittur var nú í fyrsta sinn. Mynd: Louisa Silja
5.vetra stóðhestar
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Leynir frá Garðshorni á Þelamörk | 8,58 | 8,88 | 8,77 |
Atli frá Efri-Fitjum | 8,48 | 8,58 | 8,54 |
Hávaði frá Haukholtum | 8,73 | 8,41 | 8,52 |

Leynir frá Garðshorni á Þelamörk er hæst dæmdi fimm vetra stóðhestur á Landssýningunni en ræktendur eru Birna Tryggvadóttir Thorlacius og Agnar Þór Magnússon og tóku þau því við Feldmann styttunni. Mynd: Louisa Silja
6.vetra stóðhestar
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Viðar frá Skör | 8,76 | 8,96 | 8,89 |
Eldjárn frá Skipaskaga | 8,74 | 8,71 | 8,72 |
Tumi frá Jarðbrú | 8,56 | 8,63 | 8,61 |

Karl Áki Sigurðsson ræktandi Viðars frá Skör tekur við Gjóstubikarnum en með honum á myndinni eru Jónas Vigfússon og Kristín Thorberg í Litla-Dal auk Ólafs Þórissonar formanns Hestamannafélagsins Geysis og Sigríki Jónssyni formanni Hrossaræktarsamtaka Suðurlands. Mynd: Louisa Silja
7.vetra stóðhestar og eldri
Nafn | Sköpulag | Hæfileikar | Aðaleinkunn |
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum | 8,82 | 9,01 | 8,94 |
Rauðskeggur frá Kjarnholtum | 8,76 | 8,92 | 8,87 |
Þór frá Stóra-Hofi | 8,83 | 8,85 | 8,85 |

Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum stóð efstur 7.vetra stóðhesta og eldri og hér taka þau Olil og Bergur við Faxabikarnum en á myndinni má einnig sjá Sólveigu Stefánsdóttir kennda við Miðsitju og Magnús Einarsson í Kjarnholtum Mynd: Louisa Silja