Yfirlýsing frá Jóhanni R. Skúlasyni

  • 2. nóvember 2021
  • Fréttir

„Vegna frétta Mannlífs 22. október og 28. október 2021 um refsidóma sem ég hlaut á Íslandi 1993 og í Danmörku 2016 vil ég taka eftirfarandi fram:

Það er rangt sem fram kemur í frétt Mannlífs að ég hafi með dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra verið sakfelldur fyrir nauðgun. Þvert á móti þá var ég sýknaður af nauðgun. Það er líka rangt sem segir í fréttinni að ég hafi vitað hvað stúlkan var gömul. Hins vegar taldi dómurinn að ég hafi sýnt af mér stórfellt gáleysi um aldur stúlkunnar og því var ég sakfelldur fyrir brot gegn 1. mgr. 202. gr. laga nr. 19/1940 og dæmdur í 4 mánaða fangelsi þar sem 3 mánuðir voru skilorðsbundnir.

Hvað varðar hin danska dóm frá 2016 þá er það rangt sem fram kemur í frétt Mannlífs að ég hafi verið með ökklaband. Hið rétta er að ég var dæmdur í 40 daga skilorðsbundið fangelsi og var skilorðið fólgið í því að ef ég gerðist ekki sekur um refsiverða háttsemi í 1 ár og sinnti samfélagsþjónustu í 60 klukkustundir þá kæmi dómurinn ekki til afplánunar. Ég stóð við þessi skilyrði. Því máli var því lokið 2017.

Ég get ekki breytt því liðna. Ég iðrast hins vegar gjörða minna og bið brotaþola í ofangreindum málum afsökunar.“

Með kveðju,
Jóhann Rúnar Skúlason

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<