Yngri hliðin – Signý Sól Snorradóttir

  • 2. apríl 2021
  • Fréttir

Yngri hliðin hjá Eiðfaxa er efnisliður þar sem við fáum að kynnast betur ungu og áhugasömu hestafólki um allt land. Að þessu sinni ætlar Signý Sól Snorradóttir að sýna á sér hina hliðina en Signý er efnilegur knapi ættuð frá Suðurnesjum þar sem hún stundar hestamennsku af miklum krafti ásamt fjölskyldu sinni.

Fullt nafn: Signý Sól Snorradóttir

Gælunafn: Stundum kölluð Sóla af fjölskyldumeðlimum

Hestamannafélag: Máni

Skóli: Fjölbrautaskóli Suðurnesja

Aldur: 16 að verða 17

Stjörnumerki: Ljón

Samskiptamiðlar: Instagram, Snapchat og Facebook

Uppáhalds drykkur: Vatn

Uppáhalds matur: Kjúklingasalatið á Langbest

Uppáhalds matsölustaður: Langbest

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Dynasty

Uppáhalds tónlistarmaður: Beyoncé

Fyndnasti Íslendingurinn: Pétur Jóhann

Uppáhalds ísbúð: Ísbúð Vesturbæjar

Kringlan eða Smáralind: Smáralind

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber, smarties og þrist

Þín fyrirmynd: Systkini mín

Mest óþolandi keppandi sem þú hefur mætt: Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir

Sætasti sigurinn: Íslandsmeistari  í 100 m skeiði

Mestu vonbrigðin: Pass

Uppáhalds lið í íslenska boltanum: Keflavík

Uppáhalds lið í enska boltanum: Manchester United

Ef þú fengir að eiga einn hest, lífs eða liðinn, hvern myndir þú velja og af hverju: Bárð frá Melabergi, einstakur hestur á marga vegu

Efnilegasti hestamaður/kona landsins: Eva Hrönn Ásmundsdóttir

Fallegasti hestamaður/kona á Íslandi: Hulda María Sveinbjörnsdóttir

Uppáhalds hestamaðurinn þinn: Mamma og pabbi

Besti knapi frá upphafi: Jóhann Rúnar Skúlason

Besti hestur sem þú hefur prófað: Bárður frá Melabergi, Spölur frá Njarðvík eða Frægur frá Strandarhöfði. Ekki hægt að gera upp á milli þeirra

Uppáhalds staður á Íslandi: Mánagrund

Hvað er það síðasta sem þú gerir áður en þú ferð að sofa: tannbursta

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Nei

Í hverju varstu lélegastur/lélegust í skóla: Stærðfræði

Í hverju varstu bestur/best í skóla: Íslensku

Vandræðalegasta augnablik: Þau er mörg en það nýjasta er þegar ég og góð vinkona mín hún Bergey ákváðum að fara á sama hest í smala og berbakt auðvitað og merin rauk og við flugum af……og Bergey handsleggsbrotnaði

Hvaða þrjá hestamenn tækir þú með þér á eyðieyju: Gyðu Sveinbjörgu, Huldu Maríu og Bergey Gunnarsdóttur

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er systir Ásmundar Ernis og Jóhönnu Margrétar

Hvaða hestamaður hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum/henni og af hverju: Gústaf Ásgeir Hinriksson

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er, hver yrði spurningin og hvern myndirðu spyrja: myndi spyrja afa minn heitinn hvað gerist þegar maður deyr.

 

Ég skora á Gyðu Sveinbjörgu Kristinsdóttur 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar