Danmörk Ræktendur og knapar verðlaunaðir í Danmörku

  • 3. desember 2024
  • Fréttir

Steffi og Rune Svendsen. Ljósmynd: Isabel Rosencrantz

Dönsku Íslandshestasamtökin hafa nú verðlaunað þá knapa og hross sem sköruðu fram úr þar í landi í ár.

Ræktunarbú ársins er Teland þar sem þau Steffi Svendsen og Rune Svendsen stunda hrossarækt. Frá búinu voru sýnd 17 hross og þar af 14 í fullnaðardómi. Hæst dæmdu hross frá búinu í ár eru. Kólumbus – 8,24, Sirius – 8,21 og Raketta – 8,10.

Stóðhestur ársins í Danmörku er Evert frá Slippen sem er ræktaður af og í eigu Jóhanns Rúnars Skúlasonar.

Kynbótaknapi ársins er Agnar Snorri Stefánsson. Hann sýndi 42 hross í kynbótadómi í sumar og þar af 30 í fullnaðardómi. Meðaltal fimm efstu hrossanna er 8,38 í meðaleinkunn en þau eru:

Náttfari frän Gunvarbyn: 8,79
Stáli frän Skáneyland: 8,36
Már frá Rauðalæk: 8,35
Arður fra Gavnholt: 8,25
Hero frän Hammarby: 8,13

Verðlaun til þess unga knapa sem þótti skara fram úr á kynbótabrautinni í ár voru veitt til handa Anne Kathrine Carlsen.

 

Agnar Snorri og Stáli frá Skáneyland. Ljósmynd: Sandra J Nordin/Ridsport

 

Upplýsingar um hæst dæmdu hross í hverjum aldursflokki má nálgast með því að smella hér.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar