Fjórðungsmótið í beinni á EiðfaxaTV

Fjórðungsmót Vesturlands byrjar í dag á keppni í unglingaflokki og síðan verður keppt í B flokki. Hægt er að horfa á alla keppnina í beinni á EiðfaxaTV.
Fjórðungsmótið fer fram í Borgarnesi dagana 2. – 6. júlí og er hestaveisla framundan, gæðingakeppni, kynbótasýning, tölt, skeið, ræktunarbú og alls konar skemmtidagskrá. Kynbótasýning hefst einnig í dag kl. 10:00 en hægt er að sjá hollaröðun hrossa HÉR
Hér fyrir neðan er dagskrá dagsins í dag en ráslistar eru inn á HorseDay.
Miðvikudagur
09:00 Knapafundur í reiðhöllinni
09:40 Upphitunarhestur gæðingavöllur
10:00 Unglingaflokkur 1-10
11:00 Unglingaflokkur 11-20
12:00 Matur / vallarhlé
13:00 B-flokkur 1-10
14:00 B-flokkur 11-20
15:00 B-flokkur 21-30
16:00 Kaffi/vallarhlé
16:30 B-flokkur 31-40
17:30 B-flokkur 41-56