Íslandsmót Sara og Signý efstar í fjórgangnum

  • 20. júlí 2022
  • Fréttir

Signý Sól Snorradóttir og Kolbeinn frá Horni I. Mynd: Kolla Gr.

Niðurstöður frá Íslandsmóti fullorðna og ungmenna

Fyrsta keppnisdegi er lokið á Íslandsmóti fullorðna og ungmenna en mótið fer fram á Hellu. Ef þú hefur ekki tök á að mæta á mótið sýnir Alendis.is beint frá mótinu alla daga en hér fyrir neðan er myndband frá þeim af efstu þremur knöpunum í báðum flokkum.

Sara Sigurbjörnsdóttir leiðir eftir forkeppni í meistaraflokki. Hún er á Flugu frá Oddhóli og hlutu þær 7,67 í einkunn, rétt á eftir henni er Landsmótssigurvegarinn og titilverjandinn Jóhanna Margrét Snorradóttir á Bárði frá Melabergi og þriðja er Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir á Flóvent frá Breiðstöðum með 7,50 í einkunn.

Í ungmennaflokki er það Signý Sól Snorradóttir sem leiðir á Kolbeini frá Horni I en þau hlutu 7,43 í einkunn. Hákon Dan Ólafsson er þar á eftir með 7,30 í einkunn en hann er á Hátíð frá Hólaborg. Glódís Rún Sigurðardóttir er síðan þriðja inn í a úrslit á Breka frá Austurási með 7,07 í einkunn.

Íslandsmótið heldur áfram á morgun en þá hefst keppni í fimmgangi kl 13:00. Kappreiðar, 150 m. og 250 m. skeið, er síðan um kvöldið en þær hefjast kl. 18:30.

Niðurstöður úr forkeppni í fjórgangi V1

Fjórgangur V1 –  Meistaraflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Sara Sigurbjörnsdóttir Fluga frá Oddhóli Geysir 7,67
2 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Máni 7,63
3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Flóvent frá Breiðstöðum Hörður 7,50
4 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Sleipnir 7,47
5 Teitur Árnason Taktur frá Vakurstöðum Fákur 7,27
6-7 Jóhanna Margrét Snorradóttir Útherji frá Blesastöðum 1A Máni 7,23
6-7 Sigurður Sigurðarson Leikur frá Vesturkoti Geysir 7,23
8 Eyrún Ýr Pálsdóttir Veröld frá Dalsholti Skagfirðingur 7,20
9-10 Ólöf Rún Guðmundsdóttir Steinar frá Stuðlum Sleipnir 7,17
9-10 Guðmunda Ellen Sigurðardóttir Flaumur frá Fákshólum Skagfirðingur 7,17
11 Þorgils Kári Sigurðsson Fákur frá Kaldbak Sleipnir 7,13
12 Lea Christine Busch Kaktus frá Þúfum Skagfirðingur 7,10
13-15 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Fengur frá Auðsholtshjáleigu Fákur 6,87
13-15 Birta Ingadóttir Hrönn frá Torfunesi Fákur 6,87
13-15 Vilfríður Sæþórsdóttir Viljar frá Múla Fákur 6,87
16 Ragnhildur Haraldsdóttir Hrönn frá Ragnheiðarstöðum Sleipnir 6,83
17-20 Brynja Kristinsdóttir Tími frá Breiðabólsstað Sörli 6,80
17-20 Þór Jónsteinsson Frár frá Sandhól Léttir 6,80
17-20 Hanna Rún Ingibergsdóttir Krafla frá Hamarsey Sörli 6,80
17-20 Eyrún Ýr Pálsdóttir Blængur frá Hofsstaðaseli Skagfirðingur 6,80
21 Árný Oddbjörg Oddsdóttir Adam frá Reykjavík Sleipnir 6,57
22 Friðdóra Friðriksdóttir Bylur frá Kirkjubæ Sörli 6,50
23 Rakel Sigurhansdóttir Slæða frá Traðarholti Hörður 6,10
24-28 Hans Þór Hilmarsson Tónn frá Hjarðartúni Jökull 0,00
24-28 Lea Schell Pandra frá Kaldbak Geysir 0,00
24-28 Elin Holst Gígur frá Ketilsstöðum Sleipnir 0,00
24-28 Helga Una Björnsdóttir Fluga frá Hrafnagili Þytur 0,00
24-28 Matthías Kjartansson Aron frá Þóreyjarnúpi Sprettur 0,00

Fjórgangur V1 –  Ungmennaflokkur – Forkeppni
Sæti Knapi Hross Aðildarfélag knapa Einkunn
1 Signý Sól Snorradóttir Kolbeinn frá Horni I Máni 7,43
2 Hákon Dan Ólafsson Hátíð frá Hólaborg Fákur 7,30
3 Glódís Rún Sigurðardóttir Breki frá Austurási Sleipnir 7,07
4-5 Védís Huld Sigurðardóttir Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Sleipnir 6,90
4-5 Katla Sif Snorradóttir Bálkur frá Dýrfinnustöðum Sörli 6,90
6 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Aðgát frá Víðivöllum fremri Sprettur 6,77
7-8 Stefanía Sigfúsdóttir Lottó frá Kvistum Skagfirðingur 6,57
7-8 Glódís Rún Sigurðardóttir Tenór frá Litlu-Sandvík Sleipnir 6,57
9 Hákon Dan Ólafsson Styrkur frá Kvíarhóli Fákur 6,50
10 Kristófer Darri Sigurðsson Flækja frá Heimahaga Sprettur 6,47
11 Arnar Máni Sigurjónsson Sigð frá Syðri-Gegnishólum Fákur 6,33
12 Védís Huld Sigurðardóttir Fannar frá Blönduósi Sleipnir 6,30
13 Embla Þórey Elvarsdóttir Kolvin frá Langholtsparti Sleipnir 6,27
14 Kristján Árni Birgisson Rökkvi frá Hólaborg Geysir 6,23
15 Hulda María Sveinbjörnsdóttir Muninn frá Bergi Sprettur 6,20
16 Þorvaldur Logi Einarsson Greifi frá Áskoti Jökull 6,10
17 Þorvaldur Logi Einarsson Hágangur frá Miðfelli 2 Jökull 6,00
18 Hrund Ásbjörnsdóttir Rektor frá Melabergi Fákur 5,83
19-20 Freydís Þóra Bergsdóttir Ösp frá Narfastöðum Skagfirðingur 0,00
19-20 Katrín Ösp Bergsdóttir Ölver frá Narfastöðum Skagfirðingur 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar