Lokamót Meistaradeild Líflands og æskunnar í dag

Það er komið að lokamótinu í Meistaradeild Líflands og æskunnar þetta tímabilið og keppt verður í tveimur greinum í Víðidalnum á sunnudaginn kemur; slaktaumatölti og gæðingaskeiði. Fjörutíu keppendur í tíu liðum taka þátt og hestakosturinn er frábær. Knaparnir eru á aldrinum 13-17 ára og eiga allir það sameiginlegt að vera íþróttafólk með mikinn metnað fyrir því að æfa og þjálfa vel til að ná góðum árangri og safna í reynslubankann.
Mótið hefst kl. 10.30 þegar fyrsti hestur kemur í braut í gæðingaskeiðinu en sú grein fer fram á skeiðbrautinni fyrir neðan félagsheimili Fáks. Eftir gott hádegishlé hefjast leikar á ný og þá er komið að seinni grein dagsins, slaktaumatöltinu, sem hefst á slaginu kl. 13.00 í TM-höllinni. Kaffihúsið verður á sínum stað í reiðhöllinni með léttar veitingar á boðstólum og Alendis sýnir frá mótinu í opnu streymi á vef sínum og á FB síðu sinni einnig.
MLÆ býður gesti og gangandi velkomna að líta við, fá sér kaffi og kruðerí á kaffihúsinu og kíkja á hestaíþróttamenn framtíðarinnar í keppni um leið. Lífland er aðalstyrktaraðili deildarinnar og hefur verið frá upphafi og kemur veglega að mótaröðinni. Lokamótið styrkir Klettur og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir. Allar nánari upplýsingar um MLÆ fást á vef deildarinnar, www.mdeild.is
Ráslisti mótsins:
Nr. Knapi Lið Hestur Aldur
Tölt T2 gestir
1 Elsa Kristín Grétarsdóttir Sólvangur Gjafar frá Þverá I 17
2 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Sólvangur Tindur frá Álfhólum 12
3 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Réttverk/Deloitte Röskva frá Hólum 12
Tölt T2 Unglingaflokkur
1 Ragnar Snær Viðarsson Hrímnir/Hest.is Polka frá Tvennu 11
2 Embla Lind Ragnarsdóttir Íshestar Mánadís frá Litla-Dal 13
3 Gabríel Liljendal Friðfinnsson Top Reiter Erró frá Höfðaborg 12
4 Kristín Karlsdóttir Hestaval/Icewear Frú Lauga frá Laugavöllum 12
5 Elísabet Líf Sigvaldadóttir Top Reiter Askja frá Garðabæ 9
6 Ásta Hólmfríður Ríkharðsdóttir Kambur Loftur frá Traðarlandi 8
7 Apríl Björk Þórisdóttir Top Reiter Bruni frá Varmá 12
8 Eydís Ósk Sævarsdóttir Ragnheiðarstaðir Blakkur frá Traðarholti 8
9 Sara Dís Snorradóttir Kambur Eldey frá Hafnarfirði 11
10 Lilja Dögg Ágústsdóttir Íshestar Kolvin frá Langholtsparti 10
11 Kolbrún Katla Halldórsdóttir Hestaval/Icewear Hervar frá Snartartungu 7
12 Svandís Aitken Sævarsdóttir Hofsstaðir/Ellert Skúlason Huld frá Arabæ 14
13 Fanndís Helgadóttir Ragnheiðarstaðir Ötull frá Narfastöðum 16
14 Kristín María Kristjánsdóttir Réttverk/Deloitte Leiftur frá Einiholti 2 10
15 Þórhildur Lotta Kjartansdóttir Sólvangur Göldrun frá Hákoti 11
16 Guðný Dís Jónsdóttir Hofsstaðir/Ellert Skúlason Gustur frá Miðhúsum 13
17 Kolbrún Sif Sindradóttir Hestaval/Icewear Bylur frá Kirkjubæ 13
18 Camilla Dís Ívarsd. Sampsted Réttverk/Deloitte Vordís frá Vatnsenda 9
19 Matthías Sigurðsson Hrímnir/Hest.is Dýri frá Hrafnkelsstöðum 1 10
20 Lilja Rún Sigurjónsdóttir Kambur Arion frá Miklholti 13
21 Hulda Ingadóttir Brjánsstaðir/Gröf Sævar frá Ytri-Skógum 16
22 Unnur Rós Ármannsdóttir Brjánsstaðir/Gröf Ástríkur frá Hvammi 9
23 Fríða Hildur Steinarsdóttir Sólvangur Hilda frá Oddhóli 13
Gæðingaskeið PP1 gestir
1 Matthías Sigurðsson Hrímnir/Hest.is Tign frá Fornusöndum 19
2 Guðný Dís Jónsdóttir Hofsstaðir/Ellert Skúlason Ása frá Fremri-Gufudal 17
Gæðingaskeið PP1 Unglingaflokkur
1 Bjarndís Rut Ragnarsdóttir Brjánsstaðir/Gröf Elliði frá Hrísdal 17
2 Hrefna Kristín Ómarsdóttir Sólvangur Halastjarna frá Heimahaga 9
3 Sigurbjörg Helgadóttir Ragnheiðarstaðir Hörpurós frá Helgatúni 9
4 Ragnar Bjarki Sveinbjörnsson Hrímnir/Hest.is Björk frá Barkarstöðum 12
5 Þórdís Agla Jóhannsdóttir Brjánsstaðir/Gröf Gnýr frá Gunnarsholti 14
6 Róbert Darri Edwardsson Top Reiter Máney frá Kanastöðum 13
7 Herdís Björg Jóhannsdóttir Íshestar Snædís frá Forsæti II 10
8 Helena Rán Gunnarsdóttir Hofsstaðir/Ellert Skúlason Gyðja frá Læk 16
9 Harpa Dögg Bergmann Heiðarsdóttir Hestaval/Icewear Hnokki frá Reykhólum 17
10 Andrea Óskarsdóttir Réttverk/Deloitte Hvanndal frá Oddhóli 16
11 Elsa Kristín Grétarsdóttir Sólvangur Rönd frá Ásmúla 17
12 Þorbjörg H. Sveinbjörnsdóttir Íshestar Áróra frá Seljabrekku 18
13 Kristín Eir Hauksdóttir Holake Ragnheiðarstaðir Bragi frá Skáney 23
14 Dagur Sigurðarson Hrímnir/Hest.is Tromma frá Skúfslæk 11
15 Sigrún Helga Halldórsdóttir Kambur Jasmín frá Hæli 13
16 Elva Rún Jónsdóttir Hofsstaðir/Ellert Skúlason Þota frá Vindási 12
17 Selma Dóra Þorsteinsdóttir Réttverk/Deloitte Frigg frá Hólum 9