Sænsku kynbótahrossin á Heimsmeistaramótinu

Kolgrímur Grímsson från Gunvarbyn, sýnandi Agnar Snorri Stefánsson
Ræktunarfélag Svíþjóðar, SIF Avel, hefur valið kynbótahrossin sem Svíþjóð sendir á Heimsmeistaramótið í Hollandi í ágúst en hvert land má senda frá sér tvö hross í hverjum aldursflokki (5 vetra, 6 vetra og 7 vetra og eldri).
Það er efstu hross í hverjum flokki sem fara á mótið nema í elsta flokkinum en þá er SIF Avel með sérstakar reglur. Hross sem hafa hlotið áverka 3 fá ekki að taka þátt á Heimsmeistaramótinu. Efsta hryssan í flokki 7 vetra og eldri hryssna hafði hlotið áverka 3 á sýningu í Romme í vor og fékk því ekki þátttökurétt og samkvæmt fréttatilkynningu frá SIF Avel var hryssa númer tvö í röðin með of lága aðaleinkunn að hún hlaut ekki þátttökurétt heldur. Ákveðið var því að senda tvo stóðhesta í elsta flokknum í staðinn.
Kynbótahrossin eru eftirfarandi:
5 vetra hryssur:
Náttfaradís från Raudhetta Gård
Ræktandi og eigandi: Raudhetta Islandshästar
F: Dagfari frá Eylandi
M: Lilja från Lindvallen
S. 7,92 – H. 8,03 – Ae. 7,99
Sýnandi: Sebastian Benje
5 vetra stóðhestar:
Mótor från Smedjan, tot. 8,17
Ræktandi og eigandi: Jesper & Pernilla Eurenius
F: Viking från Österåker
M: Minning från Margaretehof
S. 8,33 – H. 8,08 – Ae. 8,17
Sýnandi: Vignir Jónasson
6 vetra hryssur:
Karólína från Backome, tot. 8,26
Ræktandi: Backome Islandshästar
Eigandi: Karly Zingsheim
F: Viking från Öseråker
M: Kvika vom Forstwald
S. 7,89 – H. 8,45 – Ae. 8,26
Sýnandi: Karly Zingsheim
6 vetra stóðhestar:
Merkúr från Smedjan, tot. 8,23
Ræktandi: Jesper Eurenius
Eigandi: Jesper Eurenius & Josefin Birkebro
F: Álfur frá Selfossi
M: Minning från Margaretehof
S. 8,29 – H. 8,20 – Ae. 8,23
Sýnandi: Josefin Birkebro
7 vetra og eldri stóðhestar:
Kolgrímur Grímsson från Gunvarbyn, tot. 8,56
Ræktandi: Þorleifur Sigfússon
Eigandi: Stald Gavnholt
F: Grímur frá Efsta-Seli
M: Kolskör från Kolungens Gård 2
S. 8,63 – H. 8,52 – Ae. 8,56
Sýnandi: Agnar Snorri Stefánsson
7 vetra og eldri stóðhestar:
Náttfari från Gunvarbyn, tot. 8,62
Ræktandi: Þorleifur Sigfússon
Eigandi: Alf Bjørseth
F: Grímur frá Efsta-Seli
M: Nótt fra Ørskog
S. 8,90 – H. 8,47 – Ae. 8,62
Sýnandi: Agnar Snorri Stefánsson