Landsmót 2024 „Agla getur verið soldið ákveðin en þetta er rosa góð hryssa“

  • 6. júlí 2024
  • Fréttir

Una Björt og Agla Mynd: Freydís Bergsdóttir

Sjötti dagur Landsmóts hófst á B úrslitum í barnaflokki.

„Þetta var mjög gaman. Ég var að vonast til að ég myndi komast upp í A úrslitin svo ég er mjög ánægð. Agla getur verið soldið ákveðin en þetta er rosa góð hryssa,“ segir Una Björt Valgarðsdóttir en hún og Agla frá Ási 2 unnu B úrslitin í barnaflokki og mæta þá A úrslitin á morgun.

Þær frænkur Una Björt og Viktoría Huld Hannesdóttir vöktu mikla athygli í vetur á Stóðhestaveislunni en þar var Una einmitt á Öglu og Viktoría Huld á Þin frá Enni. Viktoría og Þinur eru í A úrslitum og munu þær frænkur því etja kappi saman á morgun. „Ég er bara mjög spennt. Hún lánaði mér merina enda besta frænkan.“

Viktor Arnbro Þórhallsson og Glitnir fra Ysta-Gerði enduðu í 9. sæti og Viktor Leifsson og Glaður frá Mykjunesi í 10. sæti

Hér fyrir neðan eru niðurstöður úr B úrslitum í barnaflokki

Nr. 8
Una Björt Valgarðsdóttir – Agla frá Ási 2 – Sörli – 8,75
Tölt og/eða brokk : 8,60 8,20 8,90 8,60 8,60 = 8,58
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,70 8,10 9,10 8,70 8,40 = 8,60
Stökk 8,80 9,00 8,80 8,60 8,70 = 8,78
– Stj. og áseta stökk 9,20 9,30 9,00 8,80 8,90 = 9,04

Nr. 9
Viktor Arnbro Þórhallsson – Glitnir frá Ysta-Gerði – Funi – 8,57
Tölt og/eða brokk 8,60 8,50 8,40 8,60 8,40 = 8,50
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,80 8,60 8,60 8,80 8,60 = 8,68
Stökk 8,50 8,50 8,20 8,70 8,60 = 8,50
– Stj. og áseta stökk 8,60 8,50 8,30 8,90 8,70 = 8,60

Nr. 10
Viktor Leifsson – Glaður frá Mykjunesi 2 – Fákur – 8,53
Tölt og/eða brokk 8,50 8,50 8,60 8,60 8,60 = 8,56
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,60 8,60 8,70 8,70 8,80 = 8,68
Stökk 8,40 8,30 8,30 8,40 8,40 = 8,36
– Stj. og áseta stökk 8,60 8,50 8,50 8,50 8,60 = 8,54

Nr. 11
Svandís Svava Halldórsdóttir – Nína frá Áslandi – Borgfirðingur – 8,51
Tölt og/eða brokk 8,40 8,40 8,40 8,50 8,40 = 8,42
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,50 8,50 8,40 8,60 8,40 = 8,48
Stökk 8,50 8,50 8,50 8,50 8,30 = 8,46
– Stj. og áseta stökk 8,70 8,70 8,70 8,70 8,50 = 8,66

Nr. 12-13
Hrafnar Freyr Leósson – Heiðar frá Álfhólum – Fákur – 8,49
Tölt og/eða brokk 8,60 8,60 8,50 8,60 8,40 = 8,54
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,60 8,70 8,70 8,50 8,30 = 8,56
Stökk 8,40 8,50 8,30 8,40 8,40 = 8,40
– Stj. og áseta stökk 8,50 8,50 8,40 8,50 8,50 = 8,48

Nr. 12-13
Sigrún Sunna Reynisdóttir – Mylla frá Hólum – Skagfirðingur – 8,49
Tölt og/eða brokk 8,60 8,50 8,50 8,60 8,60 = 8,56
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,70 8,60 8,70 8,70 8,80 = 8,70
Stökk 8,30 8,40 8,20 8,40 8,20 = 8,30
– Stj. og áseta stökk 8,50 8,50 8,30 8,50 8,30 = 8,42

Nr. 14
Álfheiður Þóra Ágústsdóttir – Auður frá Vestra-Fíflholti – Jökull – 6,81
Tölt og/eða brokk 8,40 8,50 8,50 8,40 8,50 = 8,46
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,60 8,50 8,70 8,50 8,60 = 8,58
Stökk 5,50 5,00 5,00 5,00 5,00 = 5,10
– Stj. og áseta stökk 5,00 5,00 5,00 5,00 5,00 = 5,00

Nr. 15
Emma Rún Arnardóttir – Tenór frá Litlu-Sandvík – Skagfirðingur – 4,45
Tölt og/eða brokk 8,80 9,00 8,80 8,80 8,80 = 8,84
– Stj. og áseta brokk/tölt 8,80 9,10 9,20 9,00 8,70= 8,96
Stökk 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 = 0,00
– Stj. og áseta stökk 0,00 0,00 0,00 0,00 0,00 = 0,00

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar