Landsmót 2024 Álfaklettur hlýtur Sleipnisbikarinn á Landsmóti hestamanna

  • 24. júní 2024
  • Fréttir

Álfaklettur stóð efstur 1.verðlauna stóðhesta fyrir afkvæmi á LM2022 og hlaut Orrabikarinn nú verður hann Sleipnisbikarhafi. Ljósmynd: KollaGr

Fjórir stóðhestar gætu mætt með afkvæmahóp til heiðursverðlauna

Nýtt kynbótamat birtist á worldfeng í morgun og því ljóst hvernig röðun stóðhesta sem hljóta afkvæmaverðlaun á Landsmóti verður.

Fyrir helgi birtist frétt á vef Eiðfaxa um þá þrjá stóðhesta sem eiga 50 dæmd afkvæmi að loknum vorsýningum kynbótahrossa. Það eru þeir Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum, Hringur frá Gunnarsstöðum og Skaginn frá Skipaskaga. Þess til viðbótar getur Kjerúlf frá Kollaleiru mætt með afkvæmahóp á Landsmót, en hann hlaut heiðursverðlaun fyrir afkvæmi árið 2022 en hefur ekki mætt með afkvæmahóp á Landsmót.

Álfaklettur stendur vel í kynbótamatinu og mun því standa efstur þessara stóðhesta á Landsmóti og taka við Sleipnisbikarnum sögufræga. Hann er þriðji sonur Álfadísar frá Selfossi sem hlýtur heiðursverðlun fyrir afkvæmi. Álfur frá Selfossi var Sleipnisbikarhafi á Landsmóti árið 2012 og Álfasteinn frá Selfossi hlaut heiðursverðlaun árið 2019. Þá nær Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum einnig heiðursverðlaunum í ár með 50 dæmd afkvæmi og í aðaleinkunn kynbótamatsins 118.

 

Nafn Aldur Dæmd afkvæmi A.e. Kynbótamats
Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum 11 50 132
Skaginn frá Skipaskaga 15 54 125
Hringur frá Gunnarsstöðum 15 50 121
Kjerúlf frá Kollaleiru 21 57 113

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar