,,Arsenal heldur efsta sætinu i deildini og Viddinn býður fjölskylduni á KFC“
Þá er komið að fjórtándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.
Í síðustu umferð var það Guðbrandur Stígur Ágústsson sem var með þrjá rétta.
Tippari vikunnar er Guðmundur Björgvinsson hrossaræktandi og knapi á Rauðalæk. Guðmundur er stuðningsmaður Liverpool.
Spá Guðmundar er eftirfarandi:
Bournemouth 1-3 Tottenham
Eftir 2 töp og jafntefli i Meistaradeildini vinna þeir loks Tottenham. Harry Kene með þrennu
Brentford 1-0 Wolves
Ekkert spes leikur.
Brighton 0-2 Chelsea
Chelsea komið með Kepa i markið. Mount og Aubameyang skora og Ingólfur Jóns og Hjörleifur Jónsson bjóða hvor öðrum á KFC og halda upp á sigur sinna manna.
Crystal Palace 2-1 Southampton
Patrick Vieira að gera fína hluti með Palace. Wilfried Zaha skorar.
Newcastle 3-0 Aston Villa
Kiddi B verður hnarr reistur i Selfoss citty um kvöldið.
Leicester City 0-7 Manchester City
Þessi Haaland hendir i 5 kvikindi og Brendan Rodgers skilur ekkert i þessu.
Fulham 2-1 Everton
Mitrovic og Willian skora fyrir Fulham.
Arsenal 4-0 Nottingham Forest
Arsenal heldur efsta sætinu i deildini og Viddinn býður fjölskylduni á KFC.
Liverpool 3-0 Leeds
Svartsýni púllarinn ( Erlendu Árnason) hælir meira að seigja liðinu og Jörgen Klopp.
Man Utd 3-1 West Ham
Man U hefur oft átt í erfiðleikum með hamrana en þeir vinna. Ronaldo fær að byrja, skorar ekki og verður tekin útaf og gerir allt vitlaust.