Tippari vikunnar ,,Ég gamli KR-ingurinn hef nú alltaf taugar til Newcastle vegna þess að þeir spila í KR-búningnum“

  • 22. október 2022
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Guðbrandur Stígur Ágústsson

Þá er komið að þrettándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu.

Í síðustu umferð var það Þórarinn Ragnarsson sem var með sex rétta, og tillir hann sér þar með á toppinn. Þórarinn á möguleika á sjö réttum ef City vinnur Arsenal í frestuðum leik.

Tippari vikunnar er Guðbrandur Stígur Ágústsson hrossaræktandi og lífskúnstner sem kennir hrossarækt sína við Stíghús á Stokkseyri. Stígur er magnaður í tippinu, en hann fékk meðal annars 13 rétta í getraunum hér um árið. Stígur er stuðningsmaður Tottenham Hotspur.

 

 

Spá Stígs er eftirfarandi:

Nottingham Forest 0-3 Liverpool
Mo Salah og Van Dijk eru vaknaðir og þá verður Forest engin hindrun. Þannig að drengirnir mínir sem og drengirnir á Minni-Völlum verða kátir þessa helgina.

Everton 2-1 Crystal Palace
Þessi er erfiður. En ætli Everton hafi það ekki. Lærisveinar Lampards sigla þessu heim. Zaha skorar fyrir Palce og Calvert-Lewin og Iwobi skora fyrir Everton.

Tottenham 4-1 Newcastle
Mínir menn í Tottenham rífa sig í gang eftir ömurlegan leik á Utd. Kane skorar tvö, Son með eitt og Höjbjerg með eitt. Gamli Tottenhamdrengurinn Trippier setur eitt úr aukaspyrnu. Ég gamli KR-
ingurinn hef nú alltaf taugar til Newcastle vegna þess að þeir spila í KR-búningnum.

Aston Villa 1-1 Brentford
Það er jafnteflislykt af þessum leik. Hann fer 1-1. Toney skorar fyrir Brentford úr víti og sá sem skorar fyrir Aston Villa verður Bailey landsliðsmaður Jamaica, nýja liðið hans Heimis Hallgrímssonar.

Leeds 2-1 Fulham
Þetta er heimasigur. Bamford og Rodrigo skora fyrir Leeds og hinn stóri og stæðilegi Mitrovic skorar fyrir Fulham.

Wolves 1-1 Leicester City
No comment.

Man. City 5-0 Brighton
City besta lið Englands sigrar sannfærandi. Haaland með enn eina þrennuna, Foden með eitt og Mahrez með eitt. Ég veit ekki alveg hvaða lið á eiginlega að stoppa þetta City lið.

Southampton 2-1 Arsenal
Þetta verður óvænti leikurinn, Southampton vinnur og mér leiðist það ekki. Armstrong skorar fyrsta markið og Arsenal jafnar með marki frá Jesus en síðan tryggir fyrirliðinn James Ward Prowse stiginn þrjú.

Chelsea 3-1 Man Utd
Utd mæta sigurvissir eftir að hafa unnið Tottenham í síðasta leik og geyma Ronaldo heima. þeir sem skora fyrir Chelsea eru, Mount, Aubameyang og Thiago Silva setur hann eftir horn. En Rashford setur eitt lagar stöðuna fyrir Utd í restina. Jensi vinur minn á Sæfelli, Stokkseyri verður ánægður með þessi úrslit.

West Ham 1-0 Bournmouth
West Ham vinnur þennan leik. Bowen skorar eina mark leiksins.

 

 

Staðan:

Þórarinn Ragnarsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar