Tippari vikunnar „Arsenal verða ekki eins sannfærandi og fyrir HM“

  • 26. desember 2022
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Ásmundur Ernir Snorrason

Þá er komið að sautjándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Hulda Gústafsdóttir sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er Ásmundur Ernir Snorrason tamningamaður og knapi á Strandarhöfða í Landeyjum.  Ásmundur er stuðningsmaður Liverpool.

 

Spá Ásmundar er eftirfarandi:

 

Arsenal 2-1 West Ham

Arsenal verða ekki eins sannfærandi og fyrir HM en þeir landa þessu fyrir Viðar Ingólsson svo hann geti haldið áfram að njóta jólanna.

 

Aston Villa 0-2 Liverpool

Mínir menn taka þetta einfaldlega Salah verður ferskur og skorar 2 mörk.

 

Brentford 0-1 Tottenham

Þetta verður erfiður leikur fyrir Lúndúnamenn en gæðin í hópnum hjá þeim klára þennann leik.

 

Chelsea 2-0 AFC Bournemouth

Þetta verður bein leið hjá þeim í bláu Sterling setur hann og hringir jólinn inn í London.

 

Crystal Palace 1-0 Fulham

Þetta verður jafn leikur en Zaha mun verða munurinn á milli liðana.

 

Everton 0 – 0 Wolverhampton Wanderers

Þetta verður dauður leikur, sjónvarpið mun sennilega spara sér peningin og ekki sýna hann. En Elli píp eini stuðningsmaður Everton á Íslandi mun fá hálf kaldar kveðjur frá Bretlandi í þetta skiptið.

 

Leeds United 0-3 Manchester City

Pep og hanns menn verða í miklum gír og munu vinna leikinn með miklum yfirburðum.

 

Leicester City 0-1 Newcastle United

Newcastle menn eru búnir að vera flottir og þeir vinna þennann leik en þeir þurfa að hafa fyrir því.

 

Manchester United 1-0 Nottingham Forest

United menn verða þungir á sér eftir jólasteikina en rétt hafa þetta, svo Árbakkafólkið geti kvatt árið með bros á vör.

 

Southampton 0-2 Brighton

Skildu sigur hjá Brighton, lítað annað um það að seigja.

 

 

Staðan:

Sigurður Matthíasson 7 réttir

Þórarinn Ragnarsson 6 réttir

Guðmundur Björgvinsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar