Ásdís íþróttamaður ársins hjá USAH

„Ásdís Brynja gerði það virkilega gott á keppnisvellinum á árinu. Hún var staðsett á suðurlandi og keppti því aðallega þar sem félagi Neista. Hún keppti á Hátíð frá Söðulsholti en hryssan er í eigu Ásdísar. Þær stöllur voru duglegar að keppa og tóku þátt í mörgum WR mótum. Þær kepptu t.d. í gæðingaskeiði PP1 í 1 flokk á WR Suðurlandsmóti Geysis og enduðu í 3 sæti. Á WR móti Sleipnis kepptu þær í fimmgangi F2 og lentu í 8 sæti og á WR íþróttamóti Geysis kepptu þær í fimmgangi F2 og enduðu í 10 sæti. Einnig tóku þær þátt í Parafimi í suðurlandsdeildinni og enduðu í 7. sæti. Þetta er aðeins brot af keppnis árangri þeirra Hátíðar en þær stóðu sig virkilega vel á síðasta keppnisári og verður gaman að fylgjast með þeim í framtíðinni. Innilega til hamingju með flottan árangur!,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Neista.
Fleiri knapar unnu til verðlauna á uppskeruhátíð félagsins en Salka Kristín Ólafsdóttir varð knapi ársins í yngri flokkum og Sonja Suska hlaut viðurkenningu sem sjálfboðaliði ársins.