Berg hlýtur tilnefningu til ræktunarbús ársins
Fyrir síðasta fundi fagráðs í hrossarækt lágu þær upplýsingar fyrir að hrossaræktarbúið Berg hefði átt að vera meðal tilnefndra ræktunarbúa fyrir árið 2023. Að hrossaræktinni á Bergi standa þau Jón Bjarni Þorvarðarson, Anna Dóra Markúsdottir og fjölskylda þeirra.
Í fundargerðinni segir: “Fagráð harmar þessi leiðu mistök og biðst velvirðingar á þeim. Fagráð mun veita hrossaræktendum á Bergi viðurkenningu fyrir tilnefninguna og óskar þeim til hamingju með góðan árangur á árinu 2023.”
Alls hlutu fjögur hross fra Bergi 1. verðlaun í kynbótadómi á síðasta ári. Hæst dæmdur var Höfði frá Bergi sem hlaut 8,39 í aðaleinkunn fimm vetra gamall og stóð m.a. efstur í sínum flokki á Heimsmeistaramóti.
Á fagráðsstefnu í hrossarækt voru það Fákshólar og Þúfur sem hlutu útnefninguna ræktunarbú ársins og var það í fyrsta skipti sem tvö bú hlutu útnefninguna.
Tilnefnd bú fyrir árið 2023 eru því eftirfarandi í stafrófsröð
- Árbær, Vigdís Þórarinsdóttir, Maríanna Gunnarsdóttir, Guðmundur Bæringsson og fjölskyldur
- Berg, Jón Bjarni Þorvarðarson, Anna Dóra Markúsdóttir og fjölskylda
- Efri-Fitjar, Gréta Brimrún Karlsdóttir, Gunnar Þorgeirsson, Tryggvi Björnsson og fjölskylda
- Fákshólar, Helga Una Björnsdóttir og Jakob Svavar Sigurðsson
- Fet, Hrossaræktarbúið Fe
- Haukagil á Hvítársíðu, Ágúst Þór Jónsson og Þóra Áslaug Magnúsdóttir
- Ketilsstaðir/Syðri–Gegnishólar, Bergur Jónsson og Olil Amble
- Lækjamót, Sonja Líndal Þórisdóttir, Friðrik Már Sigurðsson, Ísólfur Líndal Þórisson, Vigdís Gunnarsdóttir, Guðmar Hólm Ísólfsson Líndal, Þórir Ísólfsson og Elín Rannveig Líndal
- Prestsbær, Inga og Ingar Jensen
- Skipaskagi, Jón Árnason og Sigurveig Stefánsdóttir
- Steinnes, Magnús Jósefsson, Líney Árnadóttir, Jón Árni Magnússon og Berglind Bjarnadóttir
- Sumarliðabær, Birgir Már Ragnarsson og Silja Hrund Júlíusdóttir
- Þúfur, Gísli Gíslason og Mette Mannseth