Tippari vikunnar „City taka þetta og svindl kallinn Haaland með tvö“

  • 2. janúar 2023
  • Fréttir
Tippari vikunnar er Hans Þór Hilmarsson

Þá er komið að nítjándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Jón Þorberg Steindórsson sem var með fimm rétta.

Tippari vikunnar er nýkrýndur maður ársins hjá lesendum Eiðfaxa.is, Hans Þór Hilmarsson knapi og bústjóri á Hjarðartúni í Hvolhrepp.  Hans Þór eða Hansi eins og hann er oftast kallaður er mikill stuðningsmaður Liverpool.

Spá Hansa er eftirfarandi:

Arsenal 2-1 Newcastle
Þetta verður hörku leikur og Hulda Geirs verður meira og minna inn í þvottahúsi á meðan hann fer fram.

Aston Villa 1-0 Wolves
Villa menn taka þennan

Brentford 1-2 Liverpool
Mínir menn eru nú ekkert að henda í neinar flugeldasýningar þessa dagana en sjálfsagt tryggja þeir sig með því að múta eins og einum varnarmanni eins og í seinasta leik.

Chelsea 1-3 Man-City
City taka þetta og svindl kallinn Haaland með tvö. Helgi Eyjólfs fagnar með hinum City manninum á landinu.

Crystal Palace 1-2 Tottenham
Þetta verður flottur leikur og Kane klárar þetta fyrir Tottenham.

Everton 0-2 Brighton
Það er erfitt fyrir okkur Liverpool menn að vorkenna þeim bláu mikið.

Leeds 2-0 West-Ham
Leeds með skemmtilegt lið og taka þennan.

Leicester 1-1 Fulham
Ekki orð

Man-Utd 3-0 Bournemouth
Þetta verður auðvelt hjá United. Antony tekur upp á því skora og treður sokk upp í Þórarinn Ragnarsson.

Southamton 0-0 Nottingham Forest
Fólk þarf ekki að halda sér vakandi yfir þessum leik.

 

Staðan:

Sigurður Matthíasson 7 réttir

Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir

Þórarinn Ragnarsson 6 réttir

Guðmundur Björgvinsson 6 réttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar