Dagskrá sameiginlegrar úrtöku Geysis, Jökuls, Sindra, Kóps og Glæsis

  • 6. júní 2024
  • Fréttir

Framundan er feiknasterk úrtaka félaganna Geysis, Jökuls, Sindra, Kóps og Glæsis sem fram fer á Rangárbökkum fyrir Landsmót hestamanna 2024 sem fram fer í Víðidal. Úrtakan verður í beinni útsendingu á vef Eiðfaxa og Eyja.net og er útsendingin öllum opin.

Samhliða úrtöku fer fram keppni í skeiðgreinum og tölti T1, skráning í skeiðgreinar er opin til kl. 23:59 á föstudag.

Dagskrá mótsins er hér fyrir neðan en ráslista er hægt að sjá í HorseDay appinu.

Drög að dagskrá

Föstudagur (7. júní)

13:00 A – flokkur 1-25
15:30 Kaffi
16:00 A – flokkur 26-39
17:30 Ungmennaflokkur 1-22
19:15 Matur
19:45 Tölt T1
21:00 Aætluð lok

Laugardagur (8. júní)

8:30 Unglingaflokkur 1-24
10:30 Hlé
10:45 Unglingaflokkur 25-41
12:15 Matur
13:00 Barnaflokkur 1-34
15:30 Kaffi
16:00 B-flokkur 1-36
19:00 Matur
19:30 B-flokkur 37-53
21:00 Skeið

Sunnudagur

Dagskrá ræðst af þátttöku í seinni umferð
Skráning í seinni umferð lýkur kl. 22:00 á laugardagskvöld en við hvetjum knapa að sjálfsögðu til þess að skrá sem fyrst og er skráning opin. Öfug rásröð í flokkum en flokkar í sömu röð.

Afskráningar berist til mótstjóra, Sóleyjar Margeirsdóttur, í s: 8677460 eða á netfangið skraninggeysir@gmail.com.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar