Efnilegasti knapi ársins

  • 30. október 2021
  • Fréttir
Guðmar Freyr Magnússon

Efnilegasti knapi ársins 2021 er Guðmar Freyr Magnússon en valið var kynngjört rétt í þessu á verðlaunahátíð Landsambandsins sem haldin er á Hotel Natura. Guðmar átti gott ár bæði á keppnisbrautinni og kynbótavelli en í tilkynningu frá Landssambandinu kemur fram:

„Guðmar Freyr Magnússon stóð sig afar vel á árinu. Hann varð Íslandsmeistari ungmenna í tölti á Sigursteini frá Íbishóli og vann ungmennaflokk á Fjórðungsmótinu í Borgarnesi á Eldi frá Íbishóli. Hann er efstur á stöðulista ársins í tölti ungmenna. Hann náði einnig góðum árangri í fimmgangi á Rosa frá Berglandi og er ofarlega á stöðulista ársins í þeirri grein. Guðmar Freyr kemur vel fyrir með kurteisina að vopni og hann á svo sannarlega framtíðina fyrir sér, hann er efnilegasti knapi ársins,“

Eiðfaxi óskar Guðmari innilega til hamingju með árangur ársins!

Guðmar Freyr hlaut að verðlaunum gjafabréf fyrir 10 reiðtímum hjá einhverjum knapa sem skráður eru í Meistaradeild Líflands 2022.

 

 

Aðrir tilnefndir voru:

  • Benedikt Ólafsson
  • Gyða Sveinbjörg Kristinsdóttir
  •  Hafþór Hreiðar Birgisson
  • Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<