“Gæti talið upp ótrúlega sögur sem fólk myndi ekki trúa”

  • 12. December 2023
  • Hlaðvarp

Í þessum þætti heldur Hjörvar Ágústsson áfram að ræða við hina og þessa aðila úr hestamennskunni. Að þessu sinni er viðmælandi hans Elvar Þormarsson, knapi ársins, heimsmeistari og Íslandsmeistari.

Farið er vel yfir heimsmeistaramótið í Hollandi í sumar þegar Elvar varð tvöfaldur heimsmeistari á Fjalladís frá Fornusöndum í gæðingaskeiði og 250 m. skeiði.

“Maggi hafði trú á því að hún yrði heimsmeistari. Hann hafði trú á því þegar ég fór með hana á mitt fyrsta mót. Ég sagði það í verðlaunaafhendingunni og tileinkaði fjölskyldunni sigranna. Því að þegar ég keppi á henni fyrst 2021 og förum í 6,90 í einkunn. Mjög flott fyrsta mót í gæðingaskeiði. Þá er hringt í mig og spurt hvort hún sé föl merin. Ég hringi í Magga og hann var með þessi skilaboð að hann þyrfti ekki á peningunum að halda en hann væri til í að skilja hana eftir hjá honum eftir tvö ár í Hollandi. ,” segir Elvar Þormarsson í mjög skemmtilegu og einlægu spjalli við Hjörvar í nýjasta þættinum af Á Kaffistofunni

 

The most recent issue

Fleiri Hlaðvörp