Færeyingar halda gæðingakeppni

  • 3. desember 2019
  • Fréttir
Um síðust helgi fór fram fyrsta gæðingakeppnin í Færeyjum, en þar í landi hefur lengi verið stefnt að því að halda gæðingamót.

 

Ákveðið var að keppa á beinni braut, en ástæða þess var sú að það átti að halda keppni í A-flokki en engin hringvöllur í Færeyjum bíður upp á það að keppt sé í A-flokki. Reyndar náðist ekki þátttaka í A-flokki og var því eingöngu keppt í B-flokki í þetta skiptið.

Mikil ánægja var meðal þáttakenda og góð stemning myndaðist. Vonandi verður þessi gjörningur til þess að Færeyingar haldi fleiri gæðingamót. En gæðingakeppni hefur verið að ná miklum vinsældum víðsvegar um evrópu á síðastliðnum árum

Brandur í Dali, sem er formaður í Ríðisambandinum í Færeyjum, sagði í samtali við Eiðfaxa að þetta hefði tekist vel og hefði orðið til þess að nú stefndu þeir að því að halda löglegt gæðingamót næsta sumar.

Skemmtilegar fréttir frá frændum okkur í Færeyjum!

 

 

Ingibergur Árnason og Sindri Sigurðsson dæmdu keppnina og gáfu keppendum svo umsögn að lokinni keppni um hvað betur mætti fara en einnig hvað hefði gengið vel

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar