Bókin „Fákur – Þarfasti þjónninn í Reykjavík“ er komin út

  • 4. desember 2021
  • Fréttir
Megin viðfangsefni bókarinnar er saga hestamannafélagsins Fáks frá upphafi og til dagsins í dag

Í bókinni Fákur – þarfasti þjónninn í Reykjavík er fjallað um hesta og notkun þeirra í Reykjavík frá miðri 19. öldinni. Hestar voru óaðskiljanlegur hluti hins daglega lífs fólks og segja má að á þeim tíma hafi fólks- og vöruflutningar hér á landi byggst um langt skeið. Þá er megin viðfangsefni bókarinnar er saga hestamannafélagsins Fáks frá upphafi og til dagsins í dag. Fákur mun fagna 100 ára afmæli á næsta ári, en félagið var stofnað 24. apríl 1922. Stórglæsileg og vegleg bók sem enginn hestamaður má láta fram hjá sér fara.

Bókin fæst í öllum helstu bókabúðum, Pennanum Eymundsson, Nettó, Hagkaup, Bónus Akureyri/Selfossi/Smáratorgi.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar