Félag Tamningamanna býður hestamönnum til afmælissýningar!

  • 11. febrúar 2024
  • Fréttir

Félag Tamningamanna (FT) fagnar hálfrar aldar afmæli og af því tilefni verður blásið til veislu þar sem hestamönnum öllum er boðið! Afmælissýningin verður haldin laugardaginn 17.febrúar í Lýsishöllinni í Víðidal í Reykjavík og hefst kl.11:00. Hestavöruverslunin Ástund er bakhjarl sýningarinnar sem gerir félaginu kleyft að bjóða hestamönnum frítt til veislunnar.

Það hefur mikið vatn runnið til sjávar á þeim 50 árum sem FT hefur verið starfandi og tamningameistarar félagsins hafa upplifað tímana tvenna. Þeir þekkja söguna vel og hafa tekið þátt í þeirri miklu þróun sem hefur átt sér stað á undanförnum árum og áratugum í reiðmennsku og reiðkennslu á íslenska hestinum.

Meðal þeirra atriða sem boðið verður upp á eru sýnikennslur, sögustund og tónlistaratriði þar sem með tamningameistarar félagsins og afreksknapar heiðra okkar íslensku reiðhefð.

Næstu daga verða kynntir þeir tamningameistarar og afreksknapar sem munu koma fram á afmælissýningunni.

Tamningameistarinn Þórarinn Eymundsson mætir til leiks með úrvals gæðinga. Atriði hans ber heitið „Töfrar sveigjanleikans“ og mun m.a. fjalla um sveigjanleika og mikilvægi grunnvinnu allt frá unghrossi til keppnis.

Afreksknapinn Árni Björn Pálsson mun sýna og segja frá sínum aðferðum við þjálfun hesta á sanngjarnan og jákvæðan hátt.

Hlökkum til að sjá sem flesta laugardaginn 17.febrúar í Lýsishöllinni í Reykjavík.

 

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar