Fjölgun úlfa í Evrópu raunveruleg ógn við ræktun íslenska hestins

  • 22. janúar 2024
  • Fréttir

Gráúlfum hefur fjölgað stórlega í Evrópu síðastliðin ár Ljósmynd: Arterra Picture Library/Alamy

Úlfahjörðum hefur fjölgað jafnt og þétt í Evrópu á síðastliðnum árum og áratugum og eru þeir nú orðinn mikil ógn við landbúnað víða í álfunni. Ástæður þess eru þær að endurheimt villtrar náttúru hefur verið víða á stefnuskránni innan ESB.

Íslenskir hrossaræktendur í Evrópu hafa ekki farið varhluta af þessu. Í samtali Eiðfaxa við Henk Peterse, hrossaræktanda í Hollandi, sagði hann að ræktendur þar í landi séu orðnir hræddir við að halda hross vegna ógnarinnar sem stafar af Úlfum. Holland hafði verið nær laust við Úlfa í nokkur hundruð ár þar til nýlega, en nú finnast þar í landi 9 úlfapör sem talið er hafi komið á legg 39 yrðlingum á síðasta ári. Á árunum 2021 til 2022 töldu þýsk stjórnvöld að þar í landi væri alls 161 úlfahjörð sem innihéldu samtals 1.175 einstaklinga, um síðustu aldamót er talið að ein úlfahjörð hafi verið þar í landi.

Samkvæmt skýrslu sem kom út haustið 2022 er talið að nú finnist 17.000 úlfar á meginlandi Evrópu en í byrjun 8. áratugarins voru þeir í útrýmingarhættu og voru þá eingöngu á afmörkuðum svæðum. Það er þó ljóst að úlfar virða ekki landamæri og ógnin við ræktun íslenska hestsins í ákveðnum löndum af þessari ástæðu er raunveruleg.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar