Fréttatilkynning frá Meistaradeild Líflands í hestaíþróttum

  • 10. september 2021
  • Fréttir

Að gefnu tilefni og í framhaldi af fréttaflutningi helstu fjölmiðla hestamennskunnar sl daga, þá langar stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum að koma eftirfarandi á framfæri.

Stjórnin vinnur eftir leikreglum og samþykktum sem allar eru birtar á heimasíðu deildarinnar; www.meistaradeild.is. Leikreglurnar og samþykktirnar eru lagðar fyrir á aðalfundi deildarinnar á ári hverju í þeim tilgangi að sníða af vankanta sem upp hafa komið, betrumbæta reglurnar og mæta óskum þeirra sem eftir þeim starfa. Á aðalfundi eru þær síðan bornar upp og samþykktar með eða án breytinga hverju sinni. Aðalfund sitja stjórn, fulltrúar frá aðal styrktaraðilum, liðseigendur og knapar. Þetta eru burðarásar deildarinnar og sjá um að setja leikreglur hennar.

Þann 21. júlí sl þá var auglýst eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 2022, lokadagur til að skila inn umsókn var 25. ágúst. Auglýsingin var send á allar helstu fréttaveitur sem fjalla um hestaíþróttir og málefni tengd hestamennsku, auk þess að vera birt á öllum samfélagsmiðlum deildarinnar.

Auglýsingin var eftirfarandi:

Meistaradeild í hestaíþróttum auglýsir eftir liðum til þátttöku í mótaröð deildarinnar árið 2022, lokadagur til að skila inn umsókn er 25. Ágúst 2021. Senda skal umsóknina á netfangið info@meistaradeild.is. Í umsókninni þarf að koma fram hverjir eru liðseigendur og knapar liðsins. Hægt er að nálgast leikreglur Meistaradeildarinnar inn á heimasíðu deildarinnar https://www.meistaradeild.is/leikreglur.html

Það voru 8 lið sem kepptu á keppnistímabilinu 2021, það lið sem endar í neðsta sæti eftir samanlagðan árangur fellur úr deildinni, liðið missir þáttökuréttinn. Lið Auðholtshjáleiga/Strandarhöfuð var það lið sem hafnaði í neðsta sæti keppnistímabilið 2021, önnur lið áttu sjálfkrafa þáttökurétt.

Viðbrögðin við auglýsingu sem send var út 21. júlí sl voru því miður með þeim hætti að aðeins 1 lið sótti um, það var lið Auðholtshjáleiga/Strandarhöfuð, ef fleiri lið hefðu sótt um þá hefði verið gripið til reglna deildarinnar til að skera úr um hvaða lið fengi þáttökurétt.

Ekkert nýtt lið sótti um þáttökurétt vegna mótaraðarinnar 2022.

Á næstu dögum þá munum við tilkynna þau lið sem munu keppa í deildinni 2022, auk þess að birta fyrirhugaðar dagsetningar keppnisdaga.

Ef óskað er eftir frekari upplýsingum þá er netfang deildarinnar info@meistaradeild.isauk þess er hægt að hringja beint í Sigurbjörn í síma 669 9750.

Með kærri kveðju,
Stjórn Meistaradeildar Líflands í hestaíþróttum

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<