Gæðingamót Sörla og úrtaka fyrir Landsmót

 • 27. maí 2022
 • Fréttir
100m. skeið og tölt T1 opið öllum

Gæðingamót Sörla og úrtaka fyrir Landsmót 2022 fer fram dagana 2.-5. júní næstkomandi á Hraunhamarsvellinum við Sörlastaði. Gæðingahluti mótsins er lokaður þar sem um úrtöku fyrir Landsmót er að ræða, en T1 og 100m skeið verður opið öllum.Boðið er upp á tvær umferðir í úrtöku fyrir Landsmót.

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

 • A flokkur opinn – 6.000 kr
 • A flokkur Áhugamanna (gæðingaflokkur 2) – 6.000 kr
 • B flokkur opinn – 6.000 kr
 • B flokkur Áhugamanna (gæðingaflokkur 2) – 6.000 kr
 • Barnaflokkur – 5.000 kr
 • Unglingaflokkur – 5.000 kr
 • Ungmennaflokkur – 5.000 kr
 • Tölt T1 – 7.500 kr
 • 100 m fljúgandi skeið – 5.000 kr

 

Úrtaka fyrir LandsmótMikilvægt að allir knapar sem vilja hafa möguleika á að komast inn á Landsmót fyrir hönd Sörla skrái sig í fyrri umferð úrtöku þann 2. og 3. júní. Forkeppnir í opnum flokkum gilda inn á Landsmót. Knapar sem stefna á Landsmót skulu því skrá sig í Opinn Flokk.Knapi sem hefur hug á að ríða seinni umferð í úrtöku þarf að hafa riðið þá fyrri.Skráning í seinni umferð er valkvæð, en allir sem sækjast eftir sæti á landsmóti þurfa að vera skráðir í fyrri umferð.Inn á Landsmót gildir betri árangur hests (knapi og hestur í yngri flokkum) úr báðum umferðum.Ætli knapi að taka þátt í mótinu en hefur EKKI hug á að vinna sér sæti á landsmóti skráir hann sig eingöngu á Gæðingamót – seinni umferð og getur þá átt kost á að komast í úrslit á sunnudag.Í áhugamannaflokki (gæðingaflokki 2) er eingöngu ein forkeppni (laugardaginn 4. júní) og úrslit sunnudaginn 5. júní. Þessi flokkur vinnur sér EKKI inn sæti á landsmóti. Knapar eru hvattir til að skrá sig í opna flokka til að eiga möguleika á sæti á landsmóti.Athugið að inni á Sportfeng er sitt hvor skráningin fyrir Gæðingamót Sörla fyrri og seinni umferð.Hestur sem keppir þarf að vera í eigu Sörlafélaga og í yngri flokkum þurfa knapar að vera félagsmenn í Sörla og hestur í eigu SörlafélagaEf vandræði koma upp í skráningu hafið samband á motanefnd@sorli.is eða við Anítu formann mótanefndar í síma 777 3426 eða Elvar 846 2810Drög að dagskrá er eftirfarandi en nánari dagskrá verður birt þegar skráning á mótið liggur fyrir.Gæðingamót  Sörla fyrri úrtaka fyrir LandsmótFimmtudagur 2. júníA-flokkur (opinn flokkur)BarnaflokkurFöstudagur 3. júníB flokkur (opinn flokkur)UnglingaflokkurUngmennaflokkurGæðingamót Sörla seinni úrtaka fyrir LandsmótLaugardagur 4. júníA flokkur opinnA flokkur Áhugamanna (gæðingaflokkur 2)B flokkur opinnB flokkur Áhugamanna (gæðingaflokkur 2)BarnaflokkurUnglingaflokkurUngmennaflokkurTölt T1Sunnudagur 5. júníÚrslit100 m fljúgandi skeiðSkráning er nú opin og stendur til 24:00 sunnudagins 29. maí.Mótanefnd Sörla

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar