FEIF „Gat ekki staðið á bak við forystu og gildi forseta FEIF“

  • 19. september 2024
  • Fréttir
Even Hedland sagði sig úr stjórn FEIF fyrr á þessu ári.

Eiðfaxi greindi frá því á þriðjudag að Atli Már Ingólfsson hafi sagt sig úr stjórn FEIF og er hann annar stjórnarmaðurinn sem segir sig úr stjórninni á stuttum tíma. Even Hedland sagði sig úr stjórninni fyrr á árinu.

„Úrsögn mín úr stjórn FEIF byggir á heildarmati, en helsta ástæðan var sú að ég gat ekki staðið á bak við forystu og gildi forseta FEIF. Ég tel að forysta hans skapi ekki aðstæður til góðrar og heildstæðrar uppbyggingar samtakanna, sem væri til hagsbóta fyrir aðildarríkin. Fyrir mitt leyti hefur einnig verið erfitt að eiga gott samstarf við hann og ég veit að nokkur aðildarríki og einstaklingar eru sama sinnis. Hann hefur svokallað „top-down” viðhorf sem skapar óvissu og gerir það ómögulegt fyrir aðra að vinna góða vinnu,“ segir Even aðspurður um ástæðu úrsagnar sinnar.

Stjórn FEIF samanstendur nú af Jean-Paul Balz, Inge Kringeland, Mark Timmerman, Will Covert og Gundula Sharman.

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar