„Guðbrandur Stígur sendir ekki skilaboðin KING KANE þennan daginn“
Þá er komið að átjándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Ásmundur Ernir Snorrason sem var með sjö rétta.
Tippari vikunnar er Jón Þorberg Steindórsson formaður GDLH og bóndi á Minni-Völlum í Landsveit. Jón Þorberg eða Beggi eins og hann er oftast kallaður er stuðningsmaður Liverpool.
Spá Begga er eftirfarandi:
Bournemouth 0-2 Crystal Palace
Palace vinnur
Brighton 1-0 Arsenal
Ég heyri ekkert í hinum nýuppgvötaða Arsenal manni Valdimar Ólafssyni í þrjá daga, ekki einu sinni nýárskveðja.
Fulham 2-1 Southamton
Mitrovic á eldi
Liverpool 3-0 Leicester
Nunez maður leiksins og Elli Árna verður í treyjunni sinni með merkinu #klopptrúðurinn.
Man.City 4-0 Everton
Ekkert meira um það að segja.
Newcastle 3-1 Leeds
Simon svili minn fer framúr sér í flugelda og vindlakaupum af fögnuði og kemur til með að vera með bílskúrssölu á þrettándanum á fjölskyldupökkum. Ætla í leiðinni að biðja samferðafólk Kidda Bjarna að passa hann í dúnúlpunni í kringum brennur og flugelda því maðurinn er að mér skilst á hvíliku flugi að rugla um þetta Newcastle lið og fáa þekki ég með meiri athyglisbrest. Hann gæti staðið í ljósum logum og ruglað ennþá.
Notthingam Forest 0-1 Chelsea
Sigurmark á síðustu stundu.
Tottenham 1-2 Aston Villa
Good ebening með refskák og Guðbrandur Stígur sendir ekki skilaboðin KING KANE þennan daginn.
West Ham 0-2 Brentford
Toney með risabet og ekki nokkur maður að skora fyrir West Ham.
Wolves 1-0 Man Utd
Úlfarnir með seiglusigur og Utd heimta brottrekstur enn eina ferðina.
Staðan:
Ásmundur Ernir Snorrason 7 réttir