„Haaland er minn uppáhaldsleikmaður í deildinni, magnaður strákur!“
Þá er komið að sextándu umferð Tippara vikunnar í boði Remax fasteignasölu. Í síðustu umferð var það Sigurður Vignir Matthíasson sem var með sjö rétta og skaust þar með á toppinn.
Tippari vikunnar er Hulda Gústafsdóttir knapi og hrossabóndi á Árbakka. Þar sem hún ásamt fjölskyldu sinni rekur tamningastöð og hestaútflutningsfyrirtækið Hestvit. Hulda er stuðningsmaður Manchester United.
„Ég fylgist með deildinni í gegnum minn betri helming. Við vitum fátt skemmtilegra en að fara á leiki og þá langoftast hjá okkar mönnum í Manchester. Biðum spennt eftir næstu ferð. Sjáum til hvað ég næ að tippa hér á marga rétta,“ segir Hulda
Man City 3-0 Brentford
City labbar yfir Danina í Brentford með Víkinginn Haaland í broddi fylkingar. Haaland er minn uppáhaldsleikmaður í deildinni, magnaður strákur!
Bournemouth 1-2 Everton
Bæði liði hafa verið í basli í upphafi tímabils en Lampard og hans menn hafa þó sigur í þessum leik, brösulega.
Liverpool 2-0 Southampton
Liverpool er allt of sterkt fyrir Hasenhuettl-lausa Southampton menn. Elli Árna hættir við að reyna að fá Klopp rekinn, í bili.
Nottingham Forest 1-2 Chrystal Palace
Chrystal Palace að verða mjög flottir hjá Patrik Viera, Forrest í brasi enda með 20 nýja leikmenn.
Tottenham 3-2 Leeds
Hörkuleikur, mikill hraði og ákefð
West-Ham 1-1 Leicester
Bæði lið hafa verið undir væntingum í upphafi tímabils. Madison þakkar fyrir landsliðssæti og skorar fyrir Leicester.
Newcastle 1-1 Chelsea
Miðað við úrslit undanfarinna leikja hefur Newcastle náð frábærum úrslitum en á móti hefur Chealsea strögglað. Eddie Howe að búa til frábært lið hjá Newcastle, Graham Potter byrjaði vel en hefur gengið erfiðlega á ná í úrslit í síðustu leikjum. Chealsea verður að ná stigi út úr þessum leik til að missa ekki af lestinni.
Wolverhampton 0-2 Arsenal
Arsenal heldur áfram sigurgöngu sinni og vinnur öruggan sigur á beygluðu Wolves liði. Viðar Ingólfs verður svo ánægður að hann gleymir að fara í sundskýluna á Tenerife.
Brighton 0-1 Aston Villa
Innkoma Unai Emery og reynsla hefur góð áhrif á Aston Villa.
Fulham 0-1 Man. United
Fulham er hörku lið sem hefur verið að ná frábærum úrslitum, mínir menn verða að ná í stig þarna og rétt ná að merja sigur, tapa ekki tveimur leikjum í röð í deildinni. Markið skorar Rashford eftir stoðsendingu frá Garnacho.
Staðan: