Kynbótasýningar Hætt við dóma á fyrstu sýningarviku á Hólum

  • 2. júní 2024
  • Tilkynning
Áríðandi tilkynning frá Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins

Ákveðið hefur verið að aflýsa sýningarvikunni 3. – 7. júní á Hólum vegna vondrar veðurspár en þetta kemur fram í tilkynningu frá RML. Áður var búið að gefa það út að ekki yrði dæmi fyrstu þrjá dagana, mánudag-miðvikudag en nú hefur verið ákveðið að fresta sýningunni um eina við.

„Hross sem skráð eru á þá viku, munu færast yfir á næstu viku á eftir (vika 24) og hefjum við þá dóma sunnudaginn 9. júní. Það stefnir þá í langa og stranga viku 9. – 14. júní og biðjum við þá knapa sem ekki sjá sér fært að sýna þá, að hafa samband og einnig ef einhverjir geta fært sig yfir í viku 25, þá höfum við örlítið rými til að bæta við örfáum hrossum þar til að minnka álagið á yfirlitsdegi í viku 24,“ segir í tilkynningunni.

Sýningarstjóri á vorsýningunum á Hólum (allar vikur) er Guðrún Hildur Gunnarsdóttir s: 8482834 netfang gudrunhildur@rml.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar