Hest­vagn­inn frjáls ferða sinna

  • 14. desember 2019
  • Fréttir
Hest­vagn Bett­inu er mikið sjón­arspil. Ljós­mynd/​Hest­vagn­ar á Íslandi
Vefur morgunblaðsins greinir frá því að Bettina sé frjáls ferða sinna

Hest­vagn Bett­inu Wunsch verður dreg­inn áfram með hefðbundn­um hætti í Jólaþorp­inu í Hafnar­f­irði, að und­an­skild­um deg­in­um í dag. Þetta seg­ir Rósa Guðbjarts­dótt­ir, bæj­ar­stjóri Hafn­ar­fjarðar, í sam­tali við mbl.is. Bær­inn hef­ur ekki hugsað sér að skera niður ferðir vagns­ins.

„Það er eng­in ákvörðun sem ligg­ur fyr­ir annað en það að það komu mjög al­var­leg­ar at­huga­semd­ir frá eig­end­um [Veg­an]búðar­inn­ar um þetta. Starfs­menn bæj­ar­ins ræddu við eig­end­ur versl­un­ar­inn­ar og aðilann sem sér um hesta­ferðirn­ar og það varð að sam­komu­lagi að hefja ferðirn­ar í dag seinna en vana­lega,“ seg­ir Rósa.

„Svo ætl­um við að halda okk­ar striki með þetta það sem eft­ir lif­ir Jólaþorps­ins enda er þetta feiki­vin­sælt í Jólaþorp­inu okk­ar eins og í flest­um jólaþorp­um er­lend­is.“

 

Meira má lesa um málið á vef Morgunblaðsins www.mbl.is

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar

<