Hof á Höfðaströnd Ræktunarbú Spretts 2023

  • 6. nóvember 2023
  • Fréttir

Á uppskeruhátíð Spretts 04. nóvember voru veitt verðlaun fyrir árangur í ræktun kynbótahrossa á árinu.

Rætunarbú ársins hjá Spretti árið 2023 er Hof á Höfðaströnd. Ræktandi Lilja Sigurlína Pálmadóttir, aldursleiðrétt meðaleinkun 8,51.
Alls voru 9 ræktunarbú tilnefnd.

Lilja Sigurlína Pálmadóttir ræktandi á Hofi á Höfðaströnd.

Kynbótahross ársins 2023 er Hugmynd frá Svignaskarði IS2018236520 Ræktandi Guðmundur Skúlason og Valdís B. Guðmundsdóttir.
Aldursleiðrétt meðaleinkunn 8,61
Faðir Apollo frá Haukholtum Móðir Hugsýn frá Svignaskarði

Guðmundur Skúlason og Oddný Mekkín Jónsdóttir með verðlaunin fyrir Hugmynd frá Svignaskarði

 

Einnig voru 4 félagsmenn verðlaunaðir sérstaklega fyrir ræktun sína á hrossum sem urðu heimsmeistarar í ár.
Þeir eru eftirfarandi:
Óli Fjalar Böðvarsson fyrir Sölku frá Efri-Brú heimsmeistara í fimmgangi ungmenna.
Tryggvi Einar Geirsson fyrir Fjalladís frá Fornusöndum heimsmeistara í Gæðingaskeiði og 250 m skeiði.
Jóhann Kristinn Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir fyrir Kvarða frá Pulu heimsmeistara í Tölti ungmenna.

 

Efsta hross í hverjum flokki voru síðan eftirfarandi:

En jafnframt er hægt að sjá á myndbandi sem er aðgengilegt hér á síðunni af 3 efstu hross hross í hverjum flokki.

4.v. hryssur
Nóta f. Sumarliðabæ 2 IS2019281514 Birgir Már Ragnarsson/Silja Hrund Júlíusdóttir 8,37
F: Spuni frá Vesturkoti M: Flauta frá Einhamri 2

4.v. stóðhestar
Bylur f. Geitaskarði IS2019156813, Sigurður Örn Ágústsson/Brynjólfur Stefánsson 8,18
F: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk M: Rauðsey frá Feti

5.v. stóðhestar
Silfurtoppur f. Reykjavík IS2018125291 Hörður Jónsson/Erna Sigríður Ingvarsdóttir 8,24
F: Trymbill frá Stóra-Ási M: Stjarna frá Reykjavík

5.v. hryssur
Hugmynd f. Svignaskarði IS2018236520 Guðmundur Skúlason/Valdís B. Guðmundsdóttir 8,51
Faðir: Apollo frá Haukholtum Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði

6 v. stóðhestar
Ottesen f. Ljósafossi IS2017188670 Björn Þór Björnsson 8,40
F: Auður frá Lundum II M: Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni

6 v. hryssur
Mjallhvít f. Sumarliðabæ IS2017281512 Birgir Már Ragnarsson/Silja Huld Júlíusdóttir 8,45
F: Stáli frá Kjarri M: Þyrnirós frá Þjóðólfshaga 1

7 v. og eldri stóðhestar
Kraftur f. Eystra-Fróðholti IS2015186182 Ársæll Jónsson 8,46
F: Óskasteinn frá Íbishóli M: Sæl frá Eystra-Fróðholti

7 v.og eldri hryssur
Grá f. Hofi á Höfðaströnd IS2016258151 Lilja Sigurlína Pálmadóttir 8,51
F: Gangster frá Árgerði M: Sefja frá Úlfljótsvatni

 

Ræktendur efstu 6 vetra stóðhesta

 

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar