Hof á Höfðaströnd Ræktunarbú Spretts 2023
Á uppskeruhátíð Spretts 04. nóvember voru veitt verðlaun fyrir árangur í ræktun kynbótahrossa á árinu.
Rætunarbú ársins hjá Spretti árið 2023 er Hof á Höfðaströnd. Ræktandi Lilja Sigurlína Pálmadóttir, aldursleiðrétt meðaleinkun 8,51.
Alls voru 9 ræktunarbú tilnefnd.
Kynbótahross ársins 2023 er Hugmynd frá Svignaskarði IS2018236520 Ræktandi Guðmundur Skúlason og Valdís B. Guðmundsdóttir.
Aldursleiðrétt meðaleinkunn 8,61
Faðir Apollo frá Haukholtum Móðir Hugsýn frá Svignaskarði
Einnig voru 4 félagsmenn verðlaunaðir sérstaklega fyrir ræktun sína á hrossum sem urðu heimsmeistarar í ár.
Þeir eru eftirfarandi:
Óli Fjalar Böðvarsson fyrir Sölku frá Efri-Brú heimsmeistara í fimmgangi ungmenna.
Tryggvi Einar Geirsson fyrir Fjalladís frá Fornusöndum heimsmeistara í Gæðingaskeiði og 250 m skeiði.
Jóhann Kristinn Ragnarsson og Theódóra Þorvaldsdóttir fyrir Kvarða frá Pulu heimsmeistara í Tölti ungmenna.
Efsta hross í hverjum flokki voru síðan eftirfarandi:
En jafnframt er hægt að sjá á myndbandi sem er aðgengilegt hér á síðunni af 3 efstu hross hross í hverjum flokki.
4.v. hryssur
Nóta f. Sumarliðabæ 2 IS2019281514 Birgir Már Ragnarsson/Silja Hrund Júlíusdóttir 8,37
F: Spuni frá Vesturkoti M: Flauta frá Einhamri 2
4.v. stóðhestar
Bylur f. Geitaskarði IS2019156813, Sigurður Örn Ágústsson/Brynjólfur Stefánsson 8,18
F: Adrían frá Garðshorni á Þelamörk M: Rauðsey frá Feti
5.v. stóðhestar
Silfurtoppur f. Reykjavík IS2018125291 Hörður Jónsson/Erna Sigríður Ingvarsdóttir 8,24
F: Trymbill frá Stóra-Ási M: Stjarna frá Reykjavík
5.v. hryssur
Hugmynd f. Svignaskarði IS2018236520 Guðmundur Skúlason/Valdís B. Guðmundsdóttir 8,51
Faðir: Apollo frá Haukholtum Móðir: Hugsýn frá Svignaskarði
6 v. stóðhestar
Ottesen f. Ljósafossi IS2017188670 Björn Þór Björnsson 8,40
F: Auður frá Lundum II M: Sunna-Rós frá Úlfljótsvatni
6 v. hryssur
Mjallhvít f. Sumarliðabæ IS2017281512 Birgir Már Ragnarsson/Silja Huld Júlíusdóttir 8,45
F: Stáli frá Kjarri M: Þyrnirós frá Þjóðólfshaga 1
7 v. og eldri stóðhestar
Kraftur f. Eystra-Fróðholti IS2015186182 Ársæll Jónsson 8,46
F: Óskasteinn frá Íbishóli M: Sæl frá Eystra-Fróðholti
7 v.og eldri hryssur
Grá f. Hofi á Höfðaströnd IS2016258151 Lilja Sigurlína Pálmadóttir 8,51
F: Gangster frá Árgerði M: Sefja frá Úlfljótsvatni