Hvað myndu þau hljóta í dag?

  • 9. júlí 2020
  • Fréttir

Aðaleinkunn Þráins frá Flagbjarnarholti myndi hækka í nýju dómskerfi kynbótahrossa miðað við hæsta dóm

Eins og flestir vita að þá voru gerðar breytingar á dómskerfi kynbótahrossa í vetur sem notast hefur verið við nú í vor og sumar. Breytingar urðu á vægi sköpulags og hæfileika auk þess að vægisbreytingar urðu á nokkrum stöðum innan bæði sköpulags- og hæfileikaeinkunnar. Í því ljósi ákvað forvitinn blaðamaður Eiðfaxa að reikna út hvað hæst dæmdu kynbótahross síðustu ára myndi hljóta í einkunn í dag miðað við þeirra hæsta dóm.

Í töflunni má sjá hvaða sköpulags-, hæfileika- og aðaleinkunn þessi hross myndu hljóta í dag og þá bæði aðaleinkunn án skeiðs og þá aðaleinkunn sem þau höfðu áður.

Nafn Uppruni Sköpulag Hæfileikar Ae. Ae. án skeiðs Ae. áður
Þráinn Flagbjarnarholti 8,76 9,07 8,96 8,97 8,95
Þórálfur Prestsbæ 8,87 8,9 8,89 8,82 8,94
Spuni Vesturkoti 8,45 9,13 8,89 8,79 8,92
Arion Eystra-Fróðholti 8,42 9,11 8,87 8,82 8,91
Lukka Stóra-Vatnsskarði 8,44 9 8,81 8,86 8,89
Draupnir Stuðlum 8,77 8,91 8,86 8,85 8,88
Kolskeggur Kjarnholtum 8,79 8,85 8,75 8,73 8,86
Hrannar Flugumýri 8,39 9,1 8,85 8,85 8,85
Hrafn Efri-Rauðalæk 8,46 8,91 8,75 8,68 8,84
Árblakkur Laugasteini 8,33 9,1 8,83 8,84 8,83
Ölnir Akranesi 8,39 8,97 8,77 8,7 8,82
Þota Prestsbæ 8,54 8,93 8,80 8,9 8,81

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar