Hvert verður Keppnishestabú ársins 2023 ?


Uppskeruhátíð hestamanna fer fram á laugardaginn næstkomandi í Gamla Bíói. Þar mun LH veita hin ýmsu verðlaun og útnefna knapa ársins í hinum ýmsu flokkum.
Mikil spenna ríkir yfir því hvaða keppnishestabú muni standa uppi sem sigurvegarari og því fór Eiðfaxi á stúfana og spurði nokkra hestamenn á förnum vegi hverjir þeir héldu að yrðu útnefndir, hér fyrir neðan má sjá svör þeirra við því hvaða bú verður útnefnt Keppnishestabú ársins.
Keppnishestabú ársins 2023
Tilnefnd eru:
- Auðsholtshjáleiga
- Árbæjarhjáleiga II
- Fet
- Garðshorn á Þelamörk
- Strandarhjáleiga

