Jóhanna Margrét á meðal þeirra efstu

Íþróttamaður ársins var krýndur við hátíðlega athöfn í gærkvöldi en í þetta sinn var það handboltakappinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hlaut flest atkvæði íþróttafréttamanna. Á vefsíðu RÚV er greint frá því hverjir hlutu atkvæði í kosningunni en alls fengu 23 íþróttamenn atkvæði.
Athygli vekur að Jóhanna Margrét Snorradóttir fær allmörg atkvæði íþróttafréttamanna, alls 35, sem dugar henni í tólfta sætið á þessum lista, ofar en margir mætir íþróttamenn í öðrum greinum. Þetta er gleðiefni fyir hestaíþróttina og hvatning til greinarinnar um að vekja íþróttafréttamenn landsins til frekari vitundar á hestaíþróttinni en betur má ef duga skal.
Þess má geta að hestaíþróttir hafa fimm sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum yfir íþróttamenn ársins og i öll skiptin var það Sigurbjörn Bárðarson. Hann varð efstur í valinu árið 1993 og því íþróttamaður ársins það ár. Hann varð fjórði í valinu árið 1991, níundi í röðinni árið 1999 og tíundi í röðinni árin 1992 og 1997.
Það vekur þó athygli að knapi ársins hjá Landssambandi Hestamanna, Elvar Þormarsson, hlaut ekki atkvæði í ár. Elvar varð Íslandsmeistari og tvöfaldur heimsmeistari en Jóhanna Margrét þrefaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur Heimsmeistari og líklegt að íþróttafréttamenn hafi stuðst við titlasöfnun við kosninguna.
Listi þeirra íþróttamanna sem hlutu atkvæði.
- Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti – 500
- Anton Sveinn McKee, sund – 372
- Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 326
- Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir – 101
- Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 94
- Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 93
- Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 73
- Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 69
- Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 53
- Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund – 47
- Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir – 37
- Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþróttir – 35
- Albert Guðmundsson, fótbolti – 31
- Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 30
- Snorri Einarsson, skíðaganga – 28
- Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 27
- Bjarki Már Elísson, handbolti – 26
- Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 24
- Hákon Rafn Valdimarsson, fótbolti – 22
- Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 20
- Haraldur Franklín Magnús, golf – 19
- Ragnhildur Kristinsdóttir, golf – 10
- Sandra Erlingsdóttir, handbolti – 7