Jóhanna Margrét á meðal þeirra efstu

  • 5. janúar 2024
  • Fréttir
Íþróttamaður ársins var krýndur við hátíðlega athöfn í gærkvöldi

Íþróttamaður ársins var krýndur við hátíðlega athöfn í gærkvöldi en í þetta sinn var það handboltakappinn Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hlaut flest atkvæði íþróttafréttamanna. Á vefsíðu RÚV er greint frá því hverjir hlutu atkvæði í kosningunni en alls fengu 23 íþróttamenn atkvæði.

Athygli vekur að Jóhanna Margrét Snorradóttir fær allmörg atkvæði íþróttafréttamanna, alls 35, sem dugar henni í tólfta sætið á þessum lista, ofar en margir mætir íþróttamenn í öðrum greinum. Þetta er gleðiefni fyir hestaíþróttina og hvatning til greinarinnar um að vekja íþróttafréttamenn landsins til frekari vitundar á hestaíþróttinni en betur má ef duga skal.

Þess má geta að hestaíþróttir hafa fimm sinnum átt fulltrúa á topp 10 listanum yfir íþróttamenn ársins og i öll skiptin var það Sigurbjörn Bárðarson. Hann varð efstur í valinu árið 1993 og því íþróttamaður ársins það ár. Hann varð fjórði í valinu árið 1991, níundi í röðinni árið 1999 og  tíundi í röðinni árin 1992 og 1997.

Það vekur þó athygli að knapi ársins hjá Landssambandi Hestamanna, Elvar Þormarsson, hlaut ekki atkvæði í ár. Elvar varð Íslandsmeistari og tvöfaldur heimsmeistari en Jóhanna Margrét þrefaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur Heimsmeistari og líklegt að íþróttafréttamenn hafi stuðst við titlasöfnun við kosninguna.

Listi þeirra íþróttamanna sem hlutu atkvæði.

  1. Gísli Þorgeir Kristjánsson, handbolti – 500
  2. Anton Sveinn McKee, sund – 372
  3. Glódís Perla Viggósdóttir, fótbolti – 326
  4. Andrea Kolbeinsdóttir, frjálsíþróttir – 101
  5. Sveindís Jane Jónsdóttir, fótbolti – 94
  6. Elvar Már Friðriksson, körfubolti – 93
  7. Jóhann Berg Guðmundsson, fótbolti – 73
  8. Sóley Margrét Jónsdóttir, kraftlyftingar – 69
  9. Thelma Aðalsteinsdóttir, fimleikar – 53
  10. Snæfríður Sól Jórunnardóttir, sund – 47
  11. Baldvin Þór Magnússon, frjálsíþróttir – 37
  12. Jóhanna Margrét Snorradóttir, hestaíþróttir – 35
  13. Albert Guðmundsson, fótbolti – 31
  14. Kristín Þórhallsdóttir, kraftlyftingar – 30
  15. Snorri Einarsson, skíðaganga – 28
  16. Eygló Fanndal Sturludóttir, lyftingar – 27
  17. Bjarki Már Elísson, handbolti – 26
  18. Viktor Gísli Hallgrímsson, handbolti – 24
  19. Hákon Rafn Valdimarsson, fótbolti – 22
  20. Hákon Arnar Haraldsson, fótbolti – 20
  21. Haraldur Franklín Magnús, golf – 19
  22. Ragnhildur Kristinsdóttir, golf – 10
  23. Sandra Erlingsdóttir, handbolti – 7

Nýjasta tölublað

Tengdar greinar